fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Kynning

BYKO er gullstyrktaraðili Team Rynkeby Ísland árið 2020

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 10:30

Á myndinni má sjá nokkra meðlimi Team Rynkeby við afhendingu styrks til þeirra frá BYKO. Frá vinstri; Katrín Helgadóttir, Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO, Andri Dan Róbertsson, Þórhallur Matthíasson og Margrét Hrönn Frímannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Team Rynkeby Ísland býður BYKO velkomið í góðan og öflugan hóp helstu styrktaraðila verkefnisins 2020.

Allt fé sem safnast á Íslandi fer óskert til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB) og er Team Rynkeby Ísland orðið stærsti einstaki stuðningsaðili félagsins. Það hefði ekki orðið nema með dyggum stuðningi fólks og fyrirtækja við verkefnið.

Team Rynkeby er góðgerðaverkefni sem hófst árið 2002 þegar nokkrir starfsmenn danska safaframleiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar. Fyrirtækið var aðalstyrktaraðili ferðarinnar, en einnig fengust styrkir frá öðrum fyrirtækjum. Svo vel gekk að safna styrkjum að afgangur var eftir í lok ferðarinnar, sem gefinn var deild krabbameinssjúkra barna í Odense.

„Ég er einn af þeim sem var svo heppin að komast í liðið Team Rynkeby Ísland 2020 og hefur það verið mikil hvatning hvað fyrirtæki hafa tekið vel í að styrkja þetta góða verkefni. BYKO sýndi sinn hug í verk með því að gerast gull styrktaraðili og er ég þeim mjög þakklátur fyrir þetta rausnarlega framlag þeirra“, segir Þórhallur Matthíasson hjólari fyrir hönd Team Rynkeby.

Team Rynkeby hefur síðan þá stækkað ár frá ári. Í ár taka þátt 57 lið, um 2100 hjólarar og 500 aðstoðarmenn, frá öllum norðurlöndunum auk Þýskalandi og Sviss. Öll liðin eru byrjuð að æfa af krafti og safna styrkjum fyrir verkefnið en allir hjóla til styrktar börnum með alvarlega sjúkdóma, hvert í sínu landi. Ísland var með þátttökulið í fyrsta sinn árið 2017 og er því með þátttökulið í fjórða sinn í ár.

Styrkir íslenska liðsins fara sem fyrr segir beint til SKB og til fjármögnunar á rannsóknum á síðbúnum afleiðingum krabbameina í börnum á Íslandi. Samhliða öflun styrkja og fjáraflana ýmiskonar æfir liðið af krafti og hjólar svo í byrjun júlí um 1300 km leið á 8 dögum ásamt 56 öðrum liðum til að vekja athygli á verkefninu. Liðin hjóla mismunandi leið en hittast sama dag í París. Þátttakendur hjóla allir alla leið þannig að íslenska liðið hjólar því samtals tæplega 55 þúsund km. leið.

“Við hjá BYKO erum ákaflega stolt af því að geta lagt þessu brýna og góða málefni lið með þeim hætti sem við gerum. Stuðningurinn fellur vel að okkar stefnu þegar kemur að styrkveitingum og um leið þeirri samfélagslegri ábyrgð sem BYKO hefur einsett sér. Við óskum að sjálfsögðu íslenska liðinu velgengni og góðra skemmtunar jafnt við allan undrbúning, söfnun styrkja og svo á hjóladögunum sjálfum.”

Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr