Garðaþjónusta Kópavogs
Garðaþjónusta Kópavogs er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliða garðaþjónustu. Kópavogsbúar þekkja vel til vandaðra verka fyrirtækisins sem hefur um árabil séð um að prýða garða, hreinsa beð og helluleggja. Helgi Bersi Ásgeirsson garðyrkjumaður segir að aðaláhersla fyrirtækisins sé lögð á almennt viðhald á görðum sem og gerð nýrra garða.
„Við sérhæfum okkur meðal annars í að helluleggja en það er einmitt mikið um að fólk sé að helluleggja um þessar mundir. Við aðstoðum einnig viðskiptavini við hönnun og skipulag á görðum,“ segir hann.
Einnig smíðar Garðaþjónusta Kópavogs palla og skjólveggi.
„Garðaþjónusta Kópavogs sinnir einnig tyrfingu, jarðvegsskiptum, trjáfellingu og trjáklippingu. Þótt fyrirtækið sé eyrnamerkt Kópavogi þá förum við gjarnan yfir bæjarmörkin og vinnum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, ef því er að skipta. Við leitumst líka við að hagræða verkefnum og vinnutíma eftir þörfum viðskiptavina hverju sinni.“
Garðaþjónusta Kópavogs er með áratuga reynslu í hvers kyns garðaþjónustu og leggur mikinn metnað í að þjónusta fjölda einstaklinga, fyrirtækja og húsfélaga í almennu garðaviðhaldi yfir allt sumarið.
Garðaþjónusta Kópavogs
Austurkór 63, Kópavogur. Sími: 859-7090.
Garðaþjónusta Kópavogs er á Facebook: gardakop