fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Kynning

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. mars 2019 08:00

Þessi 2015 Toyota Land Cruiser 200 fékk hjá okkur aflaukningu og fór úr 268 hestöflum í 308 hestöfl, togið fór úr 650nm í 735nm. Einnig er eyðslan að lækka um allt að 10%. +40 hestöfl, +85 nm og -10% eyðsla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkileg staðreynd að hægt er að auka kraftinn í bílnum og spara eldsneyti með því að uppfæra gögn í tölvubúnaði. Vélar í nútímabílum nota tölvukerfi við stjórnun vélarinnar. Fjölmargir skynjarar nema aðstæður og mata vélartölvu bílsins með upplýsingum sem síðan eru notaðar til að stjórna hegðun vélarinnar. Þessir skynjarar mæla t.d. lofthita úti, lofthita í soggrein vélarinnar, vatnshita vélarinnar, stöðu inngjafar, snúningshraða vélar og fjölda annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að beita vélinni sem best við viðkomandi aðstæður.

Fyrirtækið Kraftkort, sem staðsett er að Súlunesi 10 í Garðabæ, hefur veitt fjölmörgum bílum aukið afl og dregið úr eldsneytisnotkun þeirra með þessari nútímalegu vélastillingu. Guðmundur Rögnvaldsson, sem rekur fyrirtækið, útskýrir aðferðina svo í stuttu máli:

Þessi 2018 Land Rover Discovery Sport fékk aflaukningu og fór úr 147 hestöflum í 182 hestöfl, togið fór úr 380nm í 440nm. Einnig er eyðslan að lækka um allt að 10%. +35 hestöfl, +60 nm og -10% eyðsla.

„Þetta snýst um það að við lesum bíltölvuna og erum í samstarfi við breskt fyrirtæki sem heitir Viezue Technologies og er einn stærsti aðilinn á þessu sviði. Við sendum þeim skrána sem er á vélartölvunni í bílnum. Þeir senda okkur nýja skrá með breyttum stillingum sem við keyrum inn á tölvuna. Forritunin sjálf á sér stað hjá þeim en ekki okkur.“

Öll forritin eru prófuð á dyno-bekkjum hjá Viezu til að sannreyna tölurnar sem gefnar eru upp fyrir hvern bíl.
Eins og áður segir stuðlar endurforritunin bæði að auknu afli og meiri sparneytni: „Ef við tökum dísilbíla, þá getum við fengið bæði svokallað Performance Map sem lýtur meira að aflaukningu ásamt því að minnka eldsneytisnotkun, og Eco Map, sem veldur minni aflaukningu en meiri eldsneytissparnaði og dregur úr mengun frá bílnum,“ segir Guðmundur.

Einnig er hægt að endurforrita vélartölvur í bensínbílum en fyrir þá er eingöngu til Performance Map. Með auknu afli erfiðar vélin hins vegar minna og því minnkar eyðsla með sama aksturslagi.

Þessi Volkswagen Golf GTI fékk Revo Stage 1 forrit og fór úr 220 hestöflum í 333 hestöfl, togið fór úr 350nm í 488nm. +113 hestöfl og +138 nm.

Guðmundur tók við starfsemi Kraftkorts í fyrravor en að hans sögn hefur verið boðið upp á þessa þjónustu í nokkur ár. Sem nærri má geta hefur þjónustan þróast í gegnum árin:

„Bílar eru auðvitað ekki eins og þeir voru fyrir nokkrum árum, það er alltaf að koma eitthvað nýtt og hægt að gera fleira.“

Hér með greininni fylgja nokkur dæmi um bíla sem hafa öðlast endurbætt líf, ef svo má segja, eftir tölvustýrða vélastillingu hjá Kraftkorti.

Sem fyrr segir er fyrirtækið staðsett að Súlunesi 10 í Garðabæ. Heimasíða er kraftkort.net og Facebook-síða www.facebook.com/kraftkortgr.. Símanúmer er 857-0210. Hægt er að panta þjónustu eða fá frekari upplýsingar með því að hringja eða senda skilaboð á Facebook-síðunni. Jafnframt er áhugavert að skoða heimasíðu Viezu Technologies, viezu.com.

Endilega hafðu samband og fáðu að vita hvað hægt er að gera fyrir bílinn þinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni