64° Reykjavik Distillery hefur í gegnum árin skapað sér orðspor fyrir að brugga framúrskarandi áfenga drykki úr íslenskum berjum og jurtum, líkjöra og snafsa. Hafa þessar merku afurðir fyrirtækisins fengið mörg alþjóðleg verðlaun fyrir hvort tveggja hönnun og gæði.
64° Reykjavik Distillery hefur nú brotið blað í sögu sinni með því að setja á markaðinn einstakt íslenskt ilmvatn fyrir herra. Þessi karlmannlegi ilmur ber heitið Landi og uppistaðan í honum er olíur úr jurtum sem vaxa í íslenskri náttúru. Meðal þeirra er sjálft þjóðarblómið, holtasóley, en auk þess einir, lúpína, rabarbari, bláber og kúmenjurt, allt jurtir sem vaxa villtar í íslenskri náttúru og koma saman í einstökum ilmi í Landa.
Glas af herrailminum Landa er 50 ml. Fyrir verslanir eru í boði eru kassar með sex ilmvatnsglösum en einstaklingar geta keypt stök glös. Ilmvatnið er til sölu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Laugavegi 59, í gamla Kjörgarðshúsinu. Verslunin er opin frá 11 til 18.
Nánar má fræðast um framleiðslu og starfsemi 64° Reykjavik Distillery á vefsíðunni reykjavikdistillery.is.