Fyrirtækið Bílasmiðurinn var stofnað árið 1980 af Leifi Þorleifssyni bifreiðasmíðameistara og verður því 40 ára á næsta ári. Fyrstu árin var fyrirtækið í Lágmúla 7 en fluttist í eigið húsnæði á Bíldshöfða 16 nokkrum árum síðar þegar Ártúnshöfðinn var að byggjast upp sem nýtt iðnaðarhverfi.
Í dag er reksturinn í öruggum höndum barna Leifs, þeirra Páls Þórs og Erlu. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er verslun og þjónusta með vörur tengdar atvinnubifreiðum og tækjum, ásamt iðnvörum fyrir alls kyns smíði til lands og sjávar. Afar fjölbreytt vöruúrval er að finna í versluninni og þar sem aðalstarfsemi þess fer fram. Fyrirtækið leggur mikinn metnað og áherslu á hágæðavöru og að veita fyrirtaks þjónustu og ráðgjöf. Eitt af meginmarkmiðum er að geta boðið vörur sem ekki fást víða annars staðar, á sanngjörnu verði sem er oft lægra en á sömu eða sambærilegri vöru erlendis. Mikil áhersla er lögð á að versla við evrópsk framleiðslufyrirtæki og birgja til að tryggja góð og hagstæð kjör fyrir viðskiptavini. Þá hefur Bílasmiðurinn hf. söluumboð fyrir allmörg heimsþekkt vörumerki í greininni.
Skafan fær frí með Webasto hágæða forhiturum/miðstöðvum
Forhitararnir frá WEBASTO hafa sparað bílsköfurnar og hlýjað mörgum landanum á köldum vetrarmorgnum þegar hrímið leggst á bílrúðurnar. Að ræsa kalda bílvél getur verið jafnslítandi og 500 kílómetra akstur, en forhitarinn nær upp rétta hitastiginu og eykur á þægindi farþega. Auk þess að gera bílinn heitan og notalegan á köldum morgnum dregur hann einnig úr bensíneyðslu og bætir endingu vélarinnar.
Bílasmiðurinn selur forhitara frá þýska framleiðandanum Webasto. Forhitararnir eru mjög vinsælir í Norður-Evrópu og hefur Bílasmiðurinn selt þessi tæki frá upphafi. Margir eru búnir að átta sig á þeim þægindunum sem fylgja forhitara.
Þess má geta að tæknin til að stýra forhitaranum er orðin svo háþróuð í dag að jafnvel má ræsa hann í gegnum snjallsímann ef svo ber undir. Hægt er að velja um allt að fjórar gerðir af stýringum til þess að kveikja á Webasto-bílahitaranum, fjarstýringu , fjarstýringu með tímarofa, appi í farsíma og eða því allra nýjasta, Thermo Connect, sem er ný app-stýring. En með henni er notandinn í raunsambandi við bílinn og sér staðsetningu, ástand og hitastig í innanrými hans. Webasto Thermo connect er jafnframt með innbyggðan „Geo-fence“ sem lætur eigandann vita ef bílinn bíllinn er færður úr stað. Webasto-forhitara er hægt að setja í flestar bifreiðir óháð því hvort þær ganga fyrir bensín eða dísilolíu, beinskiptar eða með sjálfskiptingu.
Bílasmiðurinn rekur sérhæft verkstæði fyrir ísetningu og viðgerðir á Webasto-forhiturum ásamt varahlutaþjónustu. Ísetning á Webasto-forhiturum er gerð eftir leiðbeiningum frá Webasto sem þýsk yfirvöld hafa samþykkt og vottað.
Bílasmiðurinn hefur verið umboðsaðili fyrir Webasto í 40 ár eða allt frá upphafi, ásamt öðrum búnaði. Starfsfólk Bílasmiðsins býr yfir alhliða þekkingu á margs konar íhlutum og búnaði og er ávallt reiðubúið til að að deila þeirri þekkingu og veita ráðgjöf sé eftir því óskað.
Nýjasta nýtt frá Webasto eru svo heimahleðslustöðvar fyrir rafbílinn, Webasto pure. Glæsileg hönnun sem eftir er tekið. Góð vara á góðu verði.
Bílasmiðurinn hf. er að Bíldshöfða 16, Reykjavík.
Nánari upplýsingar má finna á bilasmidurinn.is
Sími: 567-2330
Vefpóstur: bilasmidurinn@bilasmidurinn.is
Fylgstu með á Facebook: Bílasmiðurinn hf. og Recaro Ísland
Twitter: Bílasmiðurinn hf