fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Kynning

Reiðhjólaverzlunin Berlin auðveldar þér að hjóla inn í jólin

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 16. nóvember 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólreiðabakterían hefur smitað margan og ekki að ástæðulausu, enda er reiðhjólið afar hagkvæmur ferðamáti og ekki spillir fyrir heilsufarslegur ávinningur þess að fara ferða sinna hjólandi, frekar en á einkabílnum. „Hjólreiðamennskan er lífsstíll og reiðhjólin eru jafnmismunandi og þau eru mörg. „Við hjá Reiðhjólaversluninni Berlin sérhæfum okkur í klassískum hjólum með „vintage“ útliti, sem eru falleg útlits og höfða til fólks sem vill ekki hjóla í sérstökum hjólafötum, heldur í venjulegum hversdagsklæðnaði. Það færist líka sífellt í aukana að fólk fái sér nagladekk á reiðhjólin fyrir veturinn svo það geti haldið áfram að hjóla í næstum hvaða færi sem er,“ segir Jón Óli Ólafsson, eigandi fyrirtækisins.

Mynd: Eyþór Árnason

Á staðnum er verkstæði og er tekið á móti öllum gerðum reiðhjóla til viðgerða, viðhalds, umfelgunar og samsetningar á hjólum. „Við höfum tekið á móti gömlum hjólum og gert þau algerlega upp fyrir viðskiptavini. Við eigum einnig lager af nagladekkjum og erum í góðu sambandi við aðila úti í heimi sem eiga gott úrval af dekkjum með eða án nagla. Við getum því pantað næstum hvað sem er fyrir flestar gerðir reiðhjóla.“

Mynd: Eyþór Árnason

Jólahjól

„Fyrir jólin koma viðskiptavinir hingað mikið í leit að jólagjöfum fyrir hjólreiðafólkið í lífi sínu. Í sumum tilfellum er fólk að kaupa nýtt reiðhjól. Þá erum við með gott úrval af fallegum klassískum hjólum sem eru bæði létt og þægileg og fullkomin fyrir hverdagslegar hjólaferðir eða einfaldlega sem ferðamáti til og frá vinnu.“ Meðal vinsælustu reiðhjóla hjá Berlín eru REID Ladies Classics og svo hjól undir merkinu Berlin. Verslunin býður einnig reiðhjól frá Pure Cycles, Achille og Pashley og Cinelli. „Viðskiptavinir ættu því að geta fundið sér eitthvað við hæfi hjá okkur.“

Mynd: Eyþór Árnason

Fallegir fylgihlutir í jólagjöf

Reiðhjólaverzlunin Berlin er með frábært úrval af fallegum og skemmtilegum fylgihlutum fyrir hjólreiðamanninn sem fullkomna hið eftirsótta „vintage“ hjólaútlit. „Þessar vörur eru þá tilvaldar í jólapakkann til reiðhjólafólksins. Við eigum t.d. falleg viðar- og leðurhandföng sem setja punktinn yfir i-ið á „vintage“ útlitinu. Einnig erum við með flotta stýrisvafninga og pedala í ýmsum gerðum, hvort sem um klassíkt útlit er að ræða eða örlítið nýstárlegra. Að sjálfsögðu erum við með gott úrval af breiðum og þægilegum hnökkum sem fara vel með sitjandann. Og til að geyma hjólið þá eigum við ýmsar útfærslur af hjólafestingum.“

Mynd: Eyþór Árnason

Vörur sem fullkomna hjólið sem ferðamáta

„Við erum með flottar hliðartöskur, hnakktöskur, bakpoka, geggjaða sokka og hjólahúfur. Svo erum við með ótrúlega flotta vínflöskuhaldara úr leðri sem festir eru á stellið. Þá erum við með til sölu stórsniðugar yfirbreiðslur fyrir þau hjól sem eru geymd inni eða úti. Ekki má gleyma bögglaberum framan eða aftan á reiðhjólið.“

Mynd: Eyþór Árnason

Öryggi í umferðinni

Reiðhjólaverzlunin Berlin er með gott úrval af fallegum, þægilegum og síðast en ekki síst öruggum hjólreiðahjálmum. Einnig er verslunin með gott úrval af ljósum og glitmerkjum fyrir hjólið sem gerir rhjólreiðafólkið auðsýnilegt í vetrarmyrkrinu. Þá er flott úrval af hjólabjöllum í ýmsum gerðum sem prýða hvaða hjól sem er. „Síðast en ekki síst eigum við sterka og góða kapal- og keðjulása sem og U-lása fyrir allar gerðir reiðhjóla.“

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði og vefverslun Reiðhjólaverzlunarinnar Berlin reidhjolaverzlunin.is

Ármúli 4, 108 Reykjavík.

Sími: 557-7777

Vefpóstur: jonoli@reidhjolaverzlunin.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni