fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Kynning

Viðhaldsfríar Protektor-þakrennur og laufgildrur sem koma í veg fyrir skemmdir

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Protektor-þakrennur eru þýsk hágæðavara og þær beyglast hvorki né ryðga. Þær eru framleiddar úr pvc-plasti og láta ekki á sjá í rysjóttri, íslenskri veðráttu. Þessar viðhaldsfríu þakrennur þola UV-geisla og eru höggþolnar, þær hafa verið þolprófaðar. Rennurnar eru framleiddar samkvæmt DIN-staðli og passa því inn í flest gömul rennustæði.

Þ.Þorgrímsson hefur selt Protektor-þakrennur í um tíu ár en þessi vara hefur verið á markaðnum í Þýskalandi í um þrjá áratugi. „Þær líta bara út eins og nýmálaðar hvítar rennur og eru alltaf fallegar að sjá,“ segir Þorgrímur Þór Þorgrímsson hjá Þ. Þorgrímsson.

Protektor-rennurnar eru til sölu í verslun fyrirtækisins að Ármúla 29. Verslunin er opin virka daga frá kl. 8 til 18. Protektor-þakrennur eru á hagstæðu verði og ávallt til á lager.

Laufgildrur koma í veg fyrir skemmdir

„Við erum með sýningarrennu hér á staðnum og því geta viðskiptavinir séð alla fylgihluti. Þar ber hæst laufgildrur sem eru mikið þarfaþing. Það er hvimleitt vandamál varðandi þakrennur í dag að þær fyllast af laufi sem fýkur á haustin. Svo liggja laufin í skjóli rennunnar sem fyllist af þeim, síðan frýs í þessu og skemmdir verða á rennunni, blikkrennur beyglast og plastrennur brotna. En laufgildran liggur á rennunni eins og net yfir henni, þar lendir laufið, það þornar í fyrstu sólarupprás og fýkur síðan burtu. Rennan er því alltaf hrein og fín,“ segir Þorgrímur.

Laufgildrurnar er hægt að kaupa sér fyrir Protektor-rennur en þær er geta mögulega passað á aðrar þakrennur með sama sniði og Protektor-rennurnar. Er gildran þá einfaldlega klippt til svo hún passi á viðkomandi þakrennu en breidd á rennum er mismunandi.

Sjá nánar á vefsíðunni thco.is. Komdu við í Þ. Þorgrímsson að Ármúla 29, fáðu faglega ráðgjöf og nánari upplýsingar um framúrskarandi Protektor-þakrennur og laufgildrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb