fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Kynning

Gæðasprautun og Gæðaréttingar – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Gæðasprautun og Gæðaréttingar sérhæfir sig í þjónustu við eigendur tjónabíla og sér til að eigendurnir fái bílana jafn góða til baka eftir viðgerð. Gæðasprautun og Gæðaréttingar er með samstarfssamninga við tryggingafélögin og er traustur áfangastaður fyrir þá ökumenn sem lenda í tjóni og vilja fá bílinn sinn til baka úr tjónaviðgerð á stuttum tíma.

„Ég er með marga ánægða viðskiptavini sem koma aftur og aftur en við þjónustum bílaleigurnar mikið. Stærstu bílaleigurnar leita mikið til okkar,“ segir Ricardas Navickas, eigandi fyrirtækisins, en hann er frá Litháen. Ricardas hefur búið hér á landi síðan árið 2006 og vegnað afar vel enda fagmaður fram í fingurgóma.

Gæðasprautun og Gæðaréttingar flutti nýlega í stærra húsnæði á sama stað og segir Ricardas að það dugi samt ekki til, enda eftirspurnin eftir þjónustunni mikil. Fimm manns starfa hjá Gæðasprautun og Gæðaréttingum við tjónaskoðun, réttingar og bílasprautun.

Gæðasprautun og Gæðaréttingar býður upp á mjög umhverfisvænar réttingar því ef lakk er ekki skemmt í beyglunni þá geta þeir lagfært skemmdina án þess að nota lakk með því að beita svokölluðum smáréttingum. Þar með á engin litabjögun sér stað því það er sami liturinn áfram á tjónaða svæðinu og bíllinn jafn góður og áður. Þessu er náð fram með sérstakri tækni og góðum tækjabúnaði.

„Þetta geta ekki allir gert en við erum með mörg sérhæfð verkfæri til að fást við þessar beyglur og ná þessu fram,“ segir Ricardas sem viðurkennir að tjónavinnan sé mjög erfið og krefjist mikils af þeim sem við hana fást. „Við vinnum okkar vinnu af metnaði og ástríðu,“ segir Ricardas.

Biðtími eftir bíl sem þarf að sprauta eða lakka er oft 2–3 dagar. Gæðasprautun og Gæðaréttingar skilar hins vegar bíl úr viðgerð samdægurs. Þannig sparast bæði mikill tími og kostnaður fyrir bíleiganda.

Gæðasprautun og Gæðaréttingar er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem lagar beyglur á þaki bílsins með litlum tilkostnaði. Ricardas segir það mjög algengt að komið sé með bíla til viðgerðar þar sem staðið hefur verið á bílþakinu þannig að sér á bílnum á eftir. Slík viðgerð hefur falið í sér að skipt er um þakið með ærnum tilkostnaði, Gæðasprautun og Gæðaréttingar hins vegar lagar slíkar skemmdir án þess að skipta um þakið eða lakka. Kostnaðurinn er því mun minni en ella.

„Stundum komum við á staðinn og réttum beyglur hjá bíleigandanum, til dæmis hjá bílaumboðum og bílaleigum og þessa þjónustu kann fólk mjög vel að meta. Við höfum oft komið á staðinn eftir að viðskiptavinur bílaleigu hefur lent í tjóni og gert við beyglur á hálftíma eða klukkutíma og allir eru alsælir, málið er leyst,“ segir Ricardas.

Einnig má bæta við að öll efni sem Gæðasprautun og Gæðaréttingar notar við viðgerðirnar eru umhverfisvæn.

Gæðasprautun og Gæðaréttingar er í Súðarvogi 38, Reykjavík. Símanúmer er 557-1515, einnig má senda skilaboð í gegnum Facebook: Gaedasprautun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“