fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Kynning

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp

Kynning

Grillvagninn í fermingarveisluna

Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. mars 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vinsælast hjá okkur í dag er heilgrillað lambalæri og grillaðar kalkúnabringur. Með þessu eru gjarnan ostagratín-kartöflur, salat með fetaosti, bernaise-sósa og rauðvínssósa,“ segir Svanur Hafsteinsson, eigandi Grillvagnsins, sem hefur boðið upp á veisluþjónustu síðan árið 1990.

„Allur undirbúningur fer fram í stóreldhúsi okkar í Mosfellsbæ, ekið er á veislustaðinn og klárað að elda í bílunum sem búnir eru fullkomnu eldhúsi.“ Starfsemin hófst með einum grillvagni en í dag hefur fyrirtækið yfir að ráða sjö misstórum grillbílum og tveimur grillvögnum, og veitir ekki af.

Grillvagninn í öllum veðrum

Svanur segir marga eiga erfitt með að trúa því að Grillvagninn bruni í hlað um hávetur og menn taki til við að grilla lamb úti í kuldanum en þetta er í boði í öllum veðrum. „Síðan förum við inn í hús og setjum upp borð þar sem við afgreiðum matinn en við komum alltaf með kokka í veisluna. Það setur skemmtilegan brag á veisluna og fólk hefur líka gaman af að sjá grillbílinn fyrir utan og okkur að störfum þar,“ segir Svanur.

Úrvalið er fjölbreytt en áherslan er á kjötrétti. „Í seinni tíð eru hamborgaraveislur orðnar mjög vinsælar í fermingum. Það er líka í boði að bæta við kjúklingalundum á spjóti og sumir vilja líka grillaðar pylsur með.“ Grillvagninn kappkostar að hafa eingöngu úrvalshráefni í hamborgurunum og öllum öðrum mat. „Maður lærði það fljótt í þessum bransa að það margborgar sig að hafa topphráefni.“

Lamb og purusteik fyrir austan fjall

„Sumir kjósa að hafa nautalundir í veislunni sinni og það er auðvitað rosalega flott þó að það kosti sitt. Þá eru bakaðar kartöflur, bernaisesósa og piparsósa. Eldra fólkið, þeir sem komnir eru yfir sjötugt, vilja hins vegar oftar en ekki bara lamb.“

Grillvagninn þjónustar landsbyggðina líka og segir Svanur að matarsmekkur sé dálítið breytilegur eftir landsvæðum. „Ef við keyrum austur fyrir fjall er það yfirleitt alltaf lamb eða purusteik. Það er alveg magnað hvernig þetta breytist um leið og maður er kominn yfir Ölfusbrúna, þar er fólk lítið í fuglakjötinu.“ Grillvagninn býður líka upp á kalkún og margir velja saman lambalæri og kalkúnabringur í veisluna sína.

Við vöskum allt upp

Þjónusta Grillvagnsins hentar í alls konar veislur, brúðkaup, fermingar, stórafmæli og útskriftir. „Við komum með alla diska og hnífapör rúlluð inn í hvíta servíettu og tökum allt óhreint með okkur. Það er því ekkert uppvask eftir veisluna og mörgum þykir afskaplega þægilegt að losna við það,“ segir Svanur.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni grillvagninn.is. Tekið er á móti fyrirspurnum og pöntunum í síma 898 3189 og á netfanginu grillvagninn@grillvagninn.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“