fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Skemmtilegu, klassísku tómstundaborðin sem henta vel i sumarbústaðinn og inn á hvert heimili

Kynning

Pingpong.is

Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. september 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt það jákvæðasta sem fólk sér við þessi tæki er að þau fá krakkana frá tölvuskjánum og til að hreyfa sig,“ segir Sigurður Valur Sverrisson, eigandi verslunarinnar Pingpong.is en þar er mikið úrval af klassískum tómstundatækjum, til dæmis billjardborð, borðtennisborð, pílukastsvörur, fótboltaspil og þythokkíborð. Mörg af þessum tækjum henta vel í bílskúrinn eða sumarbústaðinn og þeim fylgir allt sem þarf til að stunda þessa leiki, svo sem spaðar og kjuðar.

Ein afar vinsæl græja í Pinpong.is er hinn stórskemmtilegi Borðtennisvinur (Buddy), tæki sem dælir borðtenniskúlum út úr sér. Kostar aðeins 28.500 kr.

„Billjardinn er vinsælastur hjá mér núna en ég er með gott úrval af billjardborðum, meðal annars meðfærileg borð sem henta í heimahús og eru góðar fermingargjafir. Ég er til dæmis með sex feta eða 180 cm. billjardborð sem hægt er að reisa upp að vegg þegar það er ekki í notkun og því fylgir líka borðtennisplata, þannig að þetta er sambyggð billjard- og borðtennisgræja. Settinu fylgir allt sem þarf, til dæmis billjardkjuðar og borðtennisspaðar. Þessi græja kostar 73.000 krónur,“ segir Sigurður.

Pingpong.is er með toppmerki í billjardvörunum, til dæmis Riley og Buffalo.

Pílukast er afar vinsæll leikur sem hefur verið að sækja mjög í sig veðrið aftur á undanförnum árum. Pingpong.is er með pílukastsskífur frá hinum þekkta framleiðanda Unicorn. Pílukastsskífur eru fyrirferðarlitlar og auðvelt að festa upp í heimahúsum en Pingpong.is býður líka upp á frístandandi skífur sem ekki þarf að festa á vegg. Pílukastssettin (spjald og pílur) kosta á bilinu 12–30 þúsund krónur. Borðtennisborð og meðfylgjandi sett kosta síðan á bilinu 50 til 140 þúsund.

Gömlu fótboltaspilin með stöngunum eru sígild og njóta enn mikilla vinsælda.

„Pingpong er með mjög breytt úrval af borðtennisvörum sem henta fyrir jafnt byrjendur sem keppnisfólk en flest keppnisfólk hér á landi kaupir spaðana sína í Pingpong.is enda erum við með mjög góð og þekkt merki – Butterfly, STIGA, DHS og JOOLA.“

Pingpong.is hefur starfað í yfir 30 ár og hefur þann tíma ávallt lagt áherslu á að hafa allt fáanlegt sem þarf í félagsmiðstöðvar. Félagsmiðstöðvarnar eru góðir kúnnar verslunarinnar og kunna jafnframt vel að meta það sem þar er á boðstólum og ekki síður þjónustuna, en hægt er að fá varahluti í þau tæki sem bila, til dæmis stangir í fótboltaspilin og ef kúlan týnist færð þú nýja í Pingpong.is. Það er líka hægt að fá nýjan dúk á billjardborðið og margt fleira sem kann að slitna og skemmast eftir mikla notkun.

Pingpong.is er til húsa að Síðumúla 35 (gengið inn að aftanverðu). Verslunin er opin virka daga frá kl. 12.30 til 18. Símanúmer er 568-3920 og netfang pingpong@pingpong.is. Vefsíða er á slóðinni pingpong.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“