fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Sundskóli Sóleyjar: Gæðastund fyrir fjölskylduna

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er frábær tími fyrir sundnámskeið og hjá Sundskóla Sóleyjar er í boði ungbarnasund, barnasund, einkatímar og skriðsundkennsla fyrir fullorðna. Börn á aldrinum frá nokkurra mánaða og upp í 12 ára sækja fjölbreytt námskeið hjá Sóleyju á sumrin. Sundskólinn hennar hefur verið starfandi í 20 ár og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt: „Þetta er fullt starf hjá mér í dag sem er ágætt því þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Sóley.

Ungbarnasund kom til sögunnar í kringum árið 1990 og hefur lengi verið vinsælt. Að sögn Sóleyjar hefur hins vegar mesti vöxturinn undanfarin ár verið í barnasundi. Slík tómstundaiðkun barna hefur margvíslega kosti fyrir utan þá að vera holl hreyfing. Til dæmis er afar gott fyrir börn að stunda sundnámskeið áður en þau fara í skólasund því það gerir þau að sterkari einstaklingum og þau verða miklu sjálfsöruggari í skólasundinu. Enn fremur eru barnanámskeiðin, sem og ungbarnasundið, sannkölluð gæðastund fyrir fjölskylduna því foreldrar eru alltaf með barninu ofan í lauginni, nema þegar um einkakennslu er að ræða.

„Það er líka mjög mikilvægt að viðhalda kunnáttunni. Það hefur komið fyrir að ég hafi fengið til mín fólk á ungbarnanámskeið og það kemur svo aftur með barnið á barnanámskeið fjórum árum síðar. En þá er barnið orðið vatnshrætt.“ Það er því mikilvægt að fjölskyldan fari reglulega í sund eða barnið haldi áfram á námskeiðum eftir ungbarnasundið.

Námskeiðin fara fram í tveimur sundlaugum, önnur er á Hrafnistu í Hafnarfirði en hin á Hrafnistu í Kópavogi. Sóley annast sjálf kennsluna en aðstoðarmanneskja er ofan í lauginni til hjálpar og leiðbeiningar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni https://sundskoli.is/ og ástæða til að hvetja foreldra til að skoða hana vel. Þar eru mjög fróðlegar upplýsingar um námskeiðin auk þess sem hægt er að skrá sig á námskeið á vefnum. Skráning og kennsla eru nú þegar hafin og ekki eftir neinu að bíða enda sumarið handan við hornið.

Sjá einnig Facebooksíðuna Sundskóli Sóleyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“