Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og fyrrverandi liðsmaður og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, opnaði í júní í fyrra veitingastaðinn Sumac grill + drinks að Laugavegi 28 í Reykjavík.
Sumac hefur verið mjög vinsæll frá því hann var opnaður, bæði meðal Íslendinga og ferðamanna, og einn þeirra er kokkurinn og sjónvarpsstjarnan Gordon Ramsay sem lofaði staðinn í hástert, þegar hann borðaði þar í júlí síðastliðnum. Deildi hann mynd frá staðnum á Instagram, en þar er hann með 4,6 milljónir fylgjenda.
https://www.instagram.com/p/Bk95mTmlUAc/?taken-by=gordongram
Sumac heitir eftir djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Mið-Austurlöndum og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac er innblásin af seiðandi stemningu frá Beirút í Líbanon og
tælandi áhrifum frá Norður-Afríku. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru, matreitt undir áhrifum Mið-Austurlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddi.
Á barnum er Miðjarðarhafsstemning og í boði eru ferskir, fjölbreyttir og freistandi kokteilar. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon.
Hönnuður Sumac er Hálfdán Pedersen, sem hannaði meðal annars Kex, Dill, Burro og Pablo discobar, og tekur staðurinn um 80 manns í sæti.
Sumac er kjörinn staður til að borða á á Menningarnótt og fá í leiðinni Miðjarðarhafshita í sálina. Borðapantanir eru á heimasíðunni sumac.is og í síma 537-9900. Einnig er kjörið að gefa gjafakort frá Sumac, en þau er hægt að kaupa á sumac.is eða á staðnum, að Laugavegi 28.
Inn af Sumac er síðan minnsti veitingastaður landsins, Óx, sem tekur 11 manns í sæti og býður upp á einstaka matarupplifun og nálægð við kokkinn. Óx er opinn miðvikudaga til laugardaga, gestir mæta kl. 19 og tekur kvöldverðurinn um tvo og hálfan tíma. Boðið er upp á öðruvísi íslenskan, gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópska matargerðalist, allt er innifalið í verði, vínpörun eða óáfeng pörun og kaffi.