fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Kynning

Upplifðu Miðjarðarhafsstemningu í miðbænum á Menningarnótt

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og fyrrverandi liðsmaður og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, opnaði í júní í fyrra veitingastaðinn Sumac grill + drinks að Laugavegi 28 í Reykjavík.

Þráinn Freyr þegar lögð var lokahönd á staðinn fyrir opnun.

Sumac hefur verið mjög vinsæll frá því hann var opnaður, bæði meðal Íslendinga og ferðamanna, og einn þeirra er kokkurinn og sjónvarpsstjarnan Gordon Ramsay sem lofaði staðinn í hástert, þegar hann borðaði þar í júlí síðastliðnum. Deildi hann mynd frá staðnum á Instagram, en þar er hann með 4,6 milljónir fylgjenda.

https://www.instagram.com/p/Bk95mTmlUAc/?taken-by=gordongram

Sumac heitir eftir djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Mið-Austurlöndum og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac er innblásin af seiðandi stemningu frá Beirút í Líbanon og
tælandi áhrifum frá Norður-Afríku. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru, matreitt undir áhrifum Mið-Austurlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddi.

Á barnum er Miðjarðarhafsstemning og í boði eru ferskir, fjölbreyttir og freistandi kokteilar. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon.

Hönnuður Sumac er Hálfdán Pedersen, sem hannaði meðal annars Kex, Dill, Burro og Pablo discobar, og tekur staðurinn um 80 manns í sæti.

Sumac er kjörinn staður til að borða á á Menningarnótt og fá í leiðinni Miðjarðarhafshita í sálina. Borðapantanir eru á heimasíðunni sumac.is og í síma 537-9900. Einnig er kjörið að gefa gjafakort frá Sumac, en þau er hægt að kaupa á sumac.is eða á staðnum, að Laugavegi 28.

Inn af Sumac er síðan minnsti veitingastaður landsins, Óx, sem tekur 11 manns í sæti og býður upp á einstaka matarupplifun og nálægð við kokkinn. Óx er opinn miðvikudaga til laugardaga, gestir mæta kl. 19 og tekur kvöldverðurinn um tvo og hálfan tíma. Boðið er upp á öðruvísi íslenskan, gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópska matargerðalist, allt er innifalið í verði, vínpörun eða óáfeng pörun og kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt