„Markmið okkar er að upplýsa viðskiptavini og gera þeim kleift að versla lífrænar og hreinar matvörur og bætiefni á góðu verði,“ segir Helgi Steinn Björnsson, sem á fyrirtækið, ásamt Viktori Erni Guðmundssyni.
Túrmerik-duft: Duftið er stórkostleg viðbót í í hvaða mataræði sem er, en túrmerik inniheldur gífurlegt magn af andoxunarefninu curcumin sem er þekkt sem eitt öflugasta náttúrulega bólgueyðandi efni í heiminum. Curcumin getur haft verulega jákvæð áhrif á liðina, vöðvana, ónæmiskerfið og heilann.
Allar vörurnar sem Ofurfæði.is selur eru 100% hreinar gæðavörur sem innihalda engin aukaefni og eru gæði og fagmennska við völd í öllu ferlinu. „Við erum stoltir af því að vera með einkaleyfi á vörumerkinu Sunfood sem kemur frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og er eitt virtasta heilsuvörumerkið þarlendis.“
Vöruúrval: 20 vörur eru til í vefverslun Ofurfæði.is og mun þeim fjölga jafnt og þétt.
„Ég er sjálfur mikið að nota þessar vörur: hráfæði, bætiefni og fleira og hef góða reynslu af þeim. Síðan vatt þetta upp á sig og við ákváðum að opna vefverslun og flytja vörurnar inn,“ segir Helgi Steinn. „Okkur fannst vöntun á þessum heilsuvörum á markaðinum hér og sérstaklega í vefverslun.“
Hvað er ofurfæði?
Ofurfæði er matur sem inniheldur óvenju hátt magn af næringarefnum sem hafa mikil og heilsubætandi áhrif á líkamann. Ofurfæða er yfirleitt framandi og finnst ekki auðveldlega í hinni hefðbundnu matvöruverslun. „Við teljum að besta ofurfæðan sé lífrænt vottuð, óerfðabreytt og hrá ef mögulegt. Mikilvæg einkenni ofurfæðu er að hún er há í andoxunarefnum, vítamínum og öðrum efnum sem fara hverfandi úr hinu almenna vestræna fæði,“ segir Helgi Steinn.
„Margar af ofurfæðutegundunum sem fást hjá Ofurfæði.is hafa verið hluti af frumbyggjasamfélögum í þúsundir ára og fólkið sem neytti þeirra fann fyrir eiginleikum þeirra og áttaði sig á jákvæðum áhrifum sem þær höfðu. Það er okkar markmið að gera þessa ofurfæðu aðgengilega öllum þeim sem vilja náttúrulegar leiðir til þess að auka orku sína, bæta ónæmiskerfið, stuðla að langlífi og almennt góðri heilsu.“
Acai Maqui duftblanda: Þessi ótrúlega blanda gerir öllum auðvelt að búa til sína eigin næringarríku acai-skál heima í eldhúsinu. Þessi ljúffenga formúla er stútfull af andoxunarefnum og hefur að geyma önnur frábær næringarefni eins og rautt maca duft, chia og banana duft.
Vörurnar eru eingöngu seldar í vefsölu og eru settar í póst til viðskiptavina daginn eftir pöntun. Viðskiptavinir geta valið um heimsendingu eða að sækja á næsta pósthús. Frí heimsending er um allt land ef verslað er fyrir 8.000 kr. eða meira.
Viktor Örn Guðmundsson og Helgi Steinn Björnsson flytja inn hágæðavörur frá Sunfood sem þeir hafa einkaleyfi á hérlendis.