„Við leggjum mikla áherslu á heimabakað bakkelsi, brauð og kaffi. Við bjóðum upp á létta rétti, súpu, silung, „pie“ og paninibrauð. Við erum einnig með plokkfisk og á morgnana er boðið upp á egg og beikon,“ segir María.
„Það eru engin tímatakmörk á mat þannig lagað. Ef viðskiptavinur vill fá egg og beikon seinni partinn þá bara útbúum við það.“
Ferðamennirnir eru hrifnastir af plokkfiski og rúgbrauði. „Pulled pork“-borgari er líka mjög vinsæll, en honum var bætt á matseðilinn í vor.
Þegar eitthvað er um að vera þá er opið lengur á kvöldin, enda er Hlaðan með vínveitingaleyfi.
Hlaðan er opin yfir sumartímann, frá byrjun maí út ágúst. Opið er alla daga kl. 9–21 nema sunnudaga, kl. 10–21. Utan sumaropnunartíma er tekið á móti hópum samkvæmt samkomulagi.
Hlaðan kaffi- og veitingahús er að Brekkugötu 2, Hvammstanga. Síminn er 451-1110 og netfangið hladan@simnet.is.
Facebooksíða: Hlaðan kaffihús.