fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Kynning

Fólk vill handsmíðaða skartgripi

Kynning

Georg V. Hannah – úr og skartgripir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georg V. Hannah er eitt elsta fyrirtæki Keflavíkur en þessi úra- og skartgripaverslun var stofnuð árið 1968 og er staðsett að Hafnargötu 49 í Keflavík. Georg V. Hannah er úrsmiður og lét nýlega af störfum, en sonur hans, gullsmiðurinn Eggert Hannah, hefur tekið við rekstrinum. Georg V. Hannah býður meðal annars upp á frábært úrval af erlendum gæðaúrum á stóru verðbili og íslenska skartgripahönnun þar sem fágaður stíll Eggerts nýtur sín.

Eggert Hannah smíðar skartgripi bæði eftir eigin hugmyndum og útfærslu af hugmyndum viðskiptavina
Eggert Hannah smíðar skartgripi bæði eftir eigin hugmyndum og útfærslu af hugmyndum viðskiptavina

„Foreldrar mínir eru nýhættir og ég er nýbúinn að kaupa reksturinn. Pabbi er úrsmiður og ég er gullsmiður. Það passar mjög vel saman að hafa hvort tveggja. Ég einbeiti mér núna að úrum og skartgripum en er búinn að losa mig við gjafavöruna sem ég var með. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að aðeins minna fyrirtæki,“ segir Eggert.
Eggert leggur sífellt meiri áherslu á eigin hönnun en hann hannar mjög fjölbreytta skartgripi, stundum út frá eigin grunnhugmyndum og stundum í samvinnu við viðskiptavini þar sem hann útfærir þeirra hugmyndir og óskir. „Það er alltaf að aukast eftirspurnin eftir handsmíðuðu og ég kappkosta að uppfylla hana. Innfluttar vörur eru enn í meirihluta í versluninni en handsmíðaðir gripir sækja sífellt á.“

Mikið úrval er af fallegum úrum í versluninni undir gæðamerkjum, t.d. Tissot, Raymond Weil, Hugo Boss, Daniel Wellington og Orient. Einnig er hægt að fá úrin frá JS Watch Reykjavík í versluninni, en þau eru íslensk hönnun og sett saman á Íslandi.

Eggert er líka með öfluga viðgerðarþjónustu á staðnum. Hann hefur boðið upp á handsmíðaða skartgripi í 25 ár og státar af mikilli reynslu, þekkingu og færni. Meðal annars handgrefur hann og setur í steina fyrir aðra gullsmiði og heldur árlega námskeið í handáletrun í Danmörku fyrir þarlenda gullsmiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi