fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Kynning

Bílrúðumeistarinn: Allt á einum stað þegar skipta þarf um rúðu

Kynning

Lærður bifreiðasmíðameistari sér um allar rúðuísetningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Þegar bílrúða brotnar eða fær á sig sprungu er gott að hringja í Bílrúðumeistararann, Dalvegi 18, Kópavogi, í síma 571-1133, og panta tíma. Eftir það er séð um allt sem á að gera á einum stað, hratt og örugglega. „Það fer rafræn sending frá okkur á tryggingafélagið þannig að viðskiptavinurinn þarf aldrei að vera í neinu sambandi við það frekar en hann vill. Það er mikilvægt að þetta sé ekki flókið fyrir viðskiptavininn. Hann geti bara hringt í eitt númer og síðan sé gengið frá öllu á einum stað,“ segir Páll Gunnlaugsson, eigandi Bílrúðumeistarans.

Páll er lærður bifreiðasmíðameistari og það er góð tilfinning fyrir viðskiptavini að vita af rúðuísetningunni í höndum faglærðs og þrautreynds manns. Páll hefur starfað við rúðuísetningar allt frá áriu 2001, en hann stofnaði
Bílrúðumeistarann árið 2011. Hefur verið mikill vöxtur í viðskiptunum vegna góðrar þjónustu að sögn Páls.

Upprunagæði á ísettu gleri – Hægt að nota plástra og sleppa við rúðuskipti við minniháttar skemmdir

„Ég legg áherslu á að nota gler sem er af sömu gæðum og upprunalega glerið í bílnum og því getur bíleigandinn treyst því að fá jafngóða rúðu og var upphaflega,“ segir Páll,

En eru rúðubrot í bílum algeng?

„Það er ótrúlega mikið um rúðubrot. Algengast er að eitthvað komi í rúðuna, steinn sem skemmir hana og ef hún brotnar ekki strax þá klárar frostið og hitabreytingarnar verkið. En ef fólk nýtir sér þessa plástra sem bæði eru í boði hjá mér og tryggingafélögunum, þá eru þeir settir yfir skemmdina strax, bíleigandinn kemur síðan með bílinn til mín og ég get fyllt upp í skemmdina án þess að það þurfi að skipta um rúðu. Þetta er auðvitað miklu ódýrari kostur og getur gengið ef skemmdin er á lítt áberandi stað á rúðunni, utan sjónsviðs ökumanns. Auk minni kostnaðar þarf eigandinn þá ekki að greiða fyrir neina sjálfsáhættu.“

Biðtími frá því hringt er í 571-1133 vegna rúðubrots er vanalega 1–2 dagar.

Páll segir að rúðubrot vegna skemmdarverka séu sjaldgæfari en það sem hann kallar, rúðubrot af eðlilegum ástæðum. Skemmdarverk ganga þó oft í bylgjum og stundum verði mörg rúðubrot á stuttum tíma vegna skemmdarverkafaraldurs.

Þess má geta að Páll er fljótur að leysa þau algengu vandamál þegar hliðarrúður festast í upphölurum. Þá er hægt að koma með bílinn beint í Bílrúðumeistarann sem losar rúðuna og skiptir um upphalarann. Að sögn Páls eru þessi vandamál algeng þegar byrjar að frjósa á veturna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt