fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Kynning

Sjómannastofan Vör: Hollur heimilismatur sem veitir kraft fyrir vinnudaginn

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. maí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Guðmundsson vert á Sjómannastofunni Vör í Grindavík hefur rekið Vör með glæsibrag síðan árið 2009. Það ár tók hann við á ný eftir 20 ára hlé. Jón vann einnig sem kokkur á ýmsum skipum í gegnum tíðina og er því öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að elda hollan heimilismat sem gefur kraft í dagsins önn.

„Ég var hér áður frá 1981-1990,“ segir Jón, en sjómannafélagið sem á húsnæðið óskaði eftir því í bæði skiptin að Jón tæki við rekstrinum á Vör. Fyrirtækið er fjölskyldurekið og stendur Jón þar sjálfur vaktina, ásamt konu sinni og fleirum.

Boðið er upp á ekta íslenskan heimilismat í hádeginu, hlaðborð með bæði kjöti og fiski.

„Það opnar kl. 8 um leið og ég mæti og er opið til kl. 14,“ segir Jón, sem segir matseðilinn ekki ákveðinn fyrirfram. „Sumir hringja og spyrja hvað er í matinn, en yfirleitt mætir fólk bara og borðar, bæði ferðamenn, Grindvíkingar og verktakahópar, sem eru að vinna bæði hér innanbæjar og í kringum Grindavík. Hér sitja allt að hundrað manns í hverju hádegi.“

Jón keyrir einnig matarbakka til verktakahópa sem eru að vinna á Reykjanesinu ef óskað er eftir því.

Nafnið Vör tengist sjónum og á veggjum veitingasalarins eru myndir af bátum og sjómönnum og fleiru sem minnir á sjóinn, enda Grindavík einn af fengsælustu og aflahæstu útgerðarbæjum landsins.

Jón biður alla hjartanlega velkomna á Sjómannastofuna Vör og það er vel þess virði fyrir þá sem ekki búa eða starfa í Grindavík að gera sér ferð í hollan heimilismat á Vör.

Sjómannastofan Vör er að Hafnargötu 9 í Grindavík, síminn er 426 8570.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni