fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Fish House: „Borðaðu fisk, lifðu lengi og elskaðu af krafti“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fish House í Grindavík er ljóst að fiskurinn og nálægðin við höfnina ræður ríkjum. Fiskur er í fyrirrúmi á matseðlinum, þó að þar sé fjölbreytt úrval annarra rétta. Innréttingar, þar á meðal fiskitunnur undir barborðinu, vísa til sjómennskunnar.

Hjónin Kári Guðmundsson og Alma Guðmundsdóttir opnuðu Fish House fyrir tveimur árum síðan um sjómannahelgina, en það hafði lengi verið draumur þeirra að opna eigin stað.

Matseðillinn er fjölbreyttur, en mismunandi seðlar eru í boði í hádeginu og á kvöldin. „Við erum nýbyrjuð með sérstakan hádegismatseðil,“ segir Kári og meðal rétta þar eru fiskisúpa, kjötsúpa, fiskur dagsins, fiskibollur, heilgrilluð bleikja, svínasnitsel og hamborgarar.

Þegar umsagnir á Tripadvisor eru skoðaðar má sjá að Fish House er margrómað fyrir fish and chips réttinn. „Þar höfum við náð að koma okkur á kortið, það er mest seldi rétturinn og mest talað um hann,“ segir Kári.

Humar, kótilettur, nautasteik, salöt og eftirréttir; allir ættu að finna mat við sitt hæfi, hvort sem borðað er í hádegi eða um kvöld.

Þriggja daga afmælishelgi

Fish House opnaði sjómannahelgina árið 2016 og fagnar því tveggja ára afmæli í ár, fyrstu helgina í júní þegar Grindvíkingar halda sína árlegu bæjarhátíð, Sjóarann síkáta.

„Við lögðum áherslu á að byggja staðinn upp sem matsölustað fyrst og fremst. Síðar fórum við að bjóða upp á tónlistarviðburði og um Sjómannahelgina munum við bjóða upp á þrjá viðburði til að fagna afmælinu,“ segir Kári. Á fimmtudeginum kemur Sóli Hólm og verður með uppistand, á föstudeginum verður Opið svið þar sem gestum gefst kostur á að stíga á svið og koma fram og á laugardeginum kemur Bjartmar Guðlaugsson, en Fish house býður gestum endurgjaldslaust á seinni tvo viðburðina.

Ný og glæsileg heimasíða

Á heimasíðunni fishhouse.is má sjá allar upplýsingar um staðinn og matseðilinn sem boðið er upp á, fróðleiksmola um Grindavík og upplýsingar um náttúruperlurnar á Reykjanesi, sem er bara rétt fyrir utan Grindavík. Skemmtilegt er að skoða myndbönd á heimasíðunni af Brimkatli og Hópsnesi.

Það er tilvalið að gera sér ferð til Grindavíkur, skoða náttúrufegurðina sem Reykjanesið býður upp á, borða síðan á Fish House og njóta skemmtilegra viðburða.

Fish House bar og grill er að Hafnargötu 6 í Grindavík, síminn er 426-9999 og netfangið er info@fishhouse.is.
Heimasíða: fishhouse.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“