fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Kynning

Chicco.is: Fallegar gæðavörur fyrir börn og foreldri

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Chicco var stofnað árið 1958 af Ítalanum Cavaliere del Lavoro Pietro Catelli, sem langaði að fagna eins árs afmæli sonar síns, Enrico. Sonurinn bar gælunafnið Chicco og var fyrirtækið nefnt eftir honum.

Chicco framleiðir allar vörur í samstarfi við fagaðila og sérfræðinga, hvern á sínu sviði: sem dæmi barnalækna og iðjuþjálfa. Chicco er með eigin rannsóknarstofu og leggur mikla áherslu á öryggi, að vörurnar séu eiturfríar og öruggar fyrir börnin.

„Chicco-vörurnar hafa verið seldar í mörg ár hér á landi og eru til vörur frá snuðum upp í bílstóla og allt þar á milli,“ segir Elísabet Ingvarsdóttir hjá Gullskógum ehf., sem selur Chicco-vörurnar.

„Chicco framleiðir sérstakar flugnafælur sem eru ætlaðar öllum aldri, en líka ungbörnum og barnshafandi konum. Þær eru til í spreyi, rolloni og geli og einnig er til afterbite sem dugar á öll bit. Chicco framleiðir einnig tvær gerðir af flugnafælum með batteríum, önnur er með klemmu og hægt að festa hana á barnavagninn. Hana má þó nota fyrir aðra en börn. Ég set hana á buxnastrenginn þegar ég fer í göngu, einnig er hægt að festa hann á bakpoka/golfpoka og hún virkar í 3 metra radíus í kringum viðkomandi. Hin flugnafælan er stungin í rafmagn og hún virkar í 25 fm herbergi. Þær virka á mýið hér heima líka. Það er ekkert annað fyrirtæki sem framleiðir barnavörur sem framleiðir svona vörur.“

„Next to me-vöggurnar eru með dýnu sem er öndunarefni í og hana er hægt að hafa alveg upp við rúm foreldra. Hægt er að opna aðra hliðina, þannig að barnið liggur nálægt  foreldrum sínum, en er samt í eigin rúmi. 11 hækkanir eru á rúminu, þannig að það léttir undir með foreldrum þegar barnið er lagt niður eða tekið upp. Einnig er hægt að hækka upp höfðalagið. Vaggan er á hjólum, hægt að setja hana á ruggu og einnig er hægt að pakka henni þannig að lítið fari fyrir henni og taka hana með ef barnið gistir annars staðar. Taska fylgir með vöggunni.“

„Bobby-meðgöngupúðinn og Bobby-gjafapúðinn njóta einnig sérstöðu. Gjafapúðinn hefur fengið verðlaun í Bandaríkjunum á hverju ári frá árinu 2008. Gjafapúðinn liggur alveg að móðurinni eða þeim fullorðna, hvort sem barnið er á brjósti eða á pela og barnið liggur í réttri stöðu. Axlir þess fullorðna eru í réttri stöðu og afslappaðar. Púðinn er fylltur með trefjum og rafmagnar ekki.“

„Meðgöngupúðinn, sem er mjög vinsæll, er þrískiptur og geta þungaðar konur notað hann í heild, eða hvern hluta fyrir sig. Hægt er að hafa einn hluta undir kúlunni, annan undir höfðinu. Púðinn hentar einnig fyrir aðra en þungaðar konur.“

LiteWay-kerran er ein gerð af kerrum sem Chicco framleiðir og er margverðlaunuð. Hún er aðeins 7,5 kg, úr áli, létt og meðfærileg. Hún fer í svefnstellingu og er með bólstruðu fimm punkta belti. Kerrupoki og regnplast fylgir. Kerran leggst saman með einu handtaki eins og regnhlíf. Það er hægt að halda á barninu og setja hana saman eða taka hana upp um leið.“

„Twist-stóllinn er fyrir börn frá 12 mánaða. Stóllinn hefur verið mjög vinsæll, hann er léttur og mín fimm ára notar sinn stól ennþá. Hægt er að nota hann sem legubekk og hafa fæturna uppi, eða halla bakinu aftur og þá er stóllinn orðinn sófi. Það er gaman fyrir börnin að hafa sitt eigið, að eiga sinn eigin stól og þurfa ekki að príla upp í stóla eða sófa þeirra fullorðnu.“

„Chicco baby walker, gamli góði formakassinn, í  uppfærðu útliti. Hann er með batteríum og alla vega hljóð heyrast þegar kúlurnar eru settar í og spilar lag á meðan barnið ýtir, sem eflir öll skilningarvit hjá barninu. Chicco hugsar líka um fullorðna fólkið og því er möguleiki á að slökkva á hljóðunum. Einstaklega fallegt leikfang sem hjálpar barninu að taka fyrstu skrefin í öryggi.

 

„Pocket Relax-ömmustóllinn er með allar stillingar sem ömmustóll þarf að hafa, honum má rugga eða festa hann. En síðan má pakka honum saman á fyrirferðarlítinn hátt og setja í samlitan poka sem fylgir með. Einstaklega þægilegur stóll sem hentar mjög vel fyrir ferðalög og líka fyrir mig sem ömmu sem vil geta sett hann inn í skáp þegar ömmubörnin eru ekki í heimsókn. Þetta er ný og önnur hugsun í ömmustólunum klassísku.“

„Disney-óróinn er mjög fallegur og hægt að varpa bambamynd upp á vegg eða loft. 15 mínútur af klassískri tónlist, dýrin snúast í hring eða eru kyrr. Það sem ég vissi ekki um óróa er að þeir eru notaðir til að núllstilla höfuð barnsins. Eitt af mínum ömmubörnum fæddist í Noregi og var tekið með klukku. Þegar börn eru tekin með klukku í Noregi fara þau sjálfkrafa til sjúkraþjálfara. Álagið er mikið á höfuðið og barnið leitast við að snúa sér og hlífa höfðinu. Órói er notaður til að núllstilla höfuðið.“

Heimasíðan chicco.is er opin allan sólarhringinn og svo er hægt að fylgjast með okkur á  Facebook: Chicco á Íslandi og Instragam: chiccoisland.  Við erum á Smiðjuvegi 4C og er opið virka daga frá kl. 8–16.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“