Sundfélag Hafnarfjarðar
Sundfélag Hafnarfjarðar býður í sumar upp á sundnámskeið fyrir yngri börn og námskeið í sundknattleik fyrir eldri krakka. Sundnámskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 4 til 8 ára og námskeið í sundknattleik eru fyrir börn 8 ára og eldri. Við sundkennsluna er fyrst og fremst lögð áhersla á öryggi í vatninu, grunntækni í skriðsundi og baksundi, og leiki. Ef vel gengur er síðan hægt að kynna aðrar sundaðferðir fyrir nemendunum.
Sundnámskeiðin eru í þremur aldursflokkum: 4–5 ára, 5–6 ára og 6–8 ára. Verða þau haldin í Ásvallalaug á tímabilinu 11. júní til 3. ágúst í sumar eða sem hér segir: 11. – 21. júní, 26. júní – 6. júlí, 9. – 20. júlí og 23. júlí – 3. ágúst.
Í sumar býður Sundfélag Hafnarfjarðar í fyrsta upp á æfingar í sundknattleik fyrir börn. Verða námskeiðin fyrir aldursflokkana 8–10 ára og 10 ára og eldri. Þessi námskeið verða haldin í Ásvallalaug á tímabilinu 23. júlí til 3. ágúst.
Námskeiðin verða undir stjórn þjálfara Sundfélags Hafnarfjarðar og leiðbeinenda úr afrekshópum félagsins.
Ítarlegar upplýsingar um námskeiðin, tímasetningar og fleira, er að finna á heimasíðu Sundfélags Hafnarfjarðar, www.sh.is . Þar er einnig hægt að skrá barn á námskeið og ganga frá greiðslu.
Allar upplýsingar eru einnig veittar á skrifstofu SH, að Seljavallalaug í Hafnarfirði, í síma 555 6830 eða í tölvupósti á netfanginu skrifstofa@sh.is