UnglingaFit
4 vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 13–16 ára.
Markmið námskeiðsins er að halda áfram að kynna CrossFit æfingaformið í
jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi undir fagmannlegri handleiðslu. Áhersla er
lögð á líkamsvitund, góða líkamsstöðu, styrk, úthald og liðleika.
Æskilegt er að einstaklingar hafi stundað CrossFit eða aðra styrktarþjálfun
áður.
Námskeiðið hefst 4. júní og stendur til 29. júní og fer fram á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum kl. 15.30–16.30.
Verð: 15.990 kr.
SportFit
4 vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 13–16 ára.
Markmiðið námskeiðsins er að kynna styrktar- og þrekþjálfun í jákvæðu og
uppbyggilegu umhverfi undir fagmannlegri handleiðslu. Áhersla er lögð á að
bæta hreyfifærni og kenna fjölbreyttar styrktar-, þol-, sprengikrafts- og
liðleikaæfingar.
Námskeiðið hentar bæði fyrir þá sem stunda aðra íþrótt og þá sem eru að
stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt.
Námskeiðið stendur yfir frá 5.–28. júní og er kennt á þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 15.30–16.30.
Verð: 12.990 kr.
Eyþór Ingi Einarsson hefur umsjón með tímunum en hann er einn af
aðalþjálfurum Granda101. Eyþór er ÍAK styrktarþjálfari, með CrossFit L1
réttindi og hefur starfað m.a. sem þjálfari hjá CrossFit Suðurnes,
íþróttakennari í grunnskóla og kennt ólympískar lyftingar.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum grandi101@grandi101.is eða í síma
620-0606.