fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Taramy.is: Skemmtilega lítið af mörgu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg fjölbreytni einkennir verslunina Taramy, sem er hvort tveggja vefverslun og verslun, að Jöklafold 26, Reykjavík. „Slagorðið hjá mér er eiginlega orðið „Skemmtilega lítið af mörgu“,“ segir eigandinn, Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir, en auk þess sem afar margra grasa kennir í versluninni þá gætir Guðrún þess að sitja ekki uppi með of stóran lager, sérpantar fremur það sem viðskiptavininn vanhagar um og ekki er til á staðnum.

Meðal þess sem Taramy býður upp á eru gervibrjóst en til þeirra rekur fyrirtækið jafnframt upphaf sitt: „Móðir mín stofnaði þetta fyrirtæki árið 1978 vegna þess að hún greindist með brjóstakrabbamein. Á þeim tíma voru ekki til nein gervibrjóst fyrir konur sem urðu að gangast undir brjóstnám og engin umræða var um sjúkdóminn – hann var tabú. Þetta hefur sem betur fer breyst mikið.“

Taramy býður auk þess upp á mjög falleg nærföt og undirföt fyrir konur undir merkinu Anita, gjafir sem hæfa vel á konudeginum, auk margra annarra heppilegra gjafa. Til dæmis eru í boði fallegar handtöskur fyrir konur.

Sérstaka athygli vekja skemmtilegar og mjög smekklegar postulínsvörur frá Þýskalandi. Um er að ræða skálar og bolla með svipi, það er, að greinileg ásjóna er grafin í hvern hlut og gefur þetta vörunum mjög smekklegan og skemmtilegan svip.

Handskornir fuglar frá Dcuk eru í miklu úrvali, endur, uglur, mörgæsir o.fl., en þar eru engir tveir fuglar eins. Fuglarnir eru settir í mörg hlutverk og það endurspegla litskrúðug föt þeirra.

Ýmislegt annað er á boðstólum eins og leðurveski, akstursgleraugu, veiðigleraugu, kortaveski með RFID-vörn og tvær áhugaverðar bækur; Skipulag kennarans – skipulagsbók og Gaddakylfan, sérstæð ævisaga eftir Kristján S. Guðmundsson.

Vefverslun Taramy, á slóðinni http://taramy.notando.is/, sendir vörur hvert á land sem er en fólk á höfuðborgarsvæðinu sækir vörurnar oftast í Jöklafold 26. Verslunin þar er opin eftir samkomulagi og skal hringja í síma 699-2355 eftir klukkan 14 og panta tíma.

 

Að sögn Guðrúnar er skemmtilegast að skoða vefinn fyrst og koma síðan á staðinn. „Oft sér maður þá eitthvað sem maður hafði ekki tekið eftir á vefnum,“ segir Guðrún. Sjá nánar á taramy.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt