Veitingastaðurinn Kröst í Mathöllinni á Hlemmi hefur vakið mikla lukku og stefna Böðvars LeMack matreiðslumanns hittir í mark á gestum Mathallarinnar: „Við reynum að framreiða heiðarlegan mat á Kröst og leggjum áherslu á rétti úr grillinu. Heitt prótein og kalt meðlæti, ef svo mætti að orði komast, og eins ferskt hráefni og völ er á hverju sinni. Við erum með lítinn en síbreytilegan matseðil enda alltaf að reyna að finna út hvað virkar best fyrir þennan matarmarkað,“ segir Böðvar.
Einn af þeim réttum hjá Kröst sem hafa slegið rækilega í gegn er Kröst-hamborgarinn. Í Kröst-hamborgaranum er kjötið með tveim mismunandi grófleikum en það gerir áferðina einstaklega skemmtilega. Hann er borinn fram á dúnmjúku kartöflubrauði með Kröst-sósu sem m.a. inniheldur tómata, perur, púðursykur og eplaedik ásamt leynilegri kryddblöndu. Salatið er úr hvítlauk, selleríi og sýrðu majónesi. Á hamborgarann fer einnig gott franskt sinnep með hlynsírópi.
Böðvar kann vel við sig í Mathöllinni á Hlemmi enda staðurinn hans fengið afskaplega góðar viðtöku og stemningin í Mathöllinni þykir vera afbragð: „Íslendingar eru enn í miklum meirihluta gesta, sem er gott vegna þess að það eru fastagestir sem halda stöðunum uppi á meðan ferðamennirnir eru skemmtileg og kærkomin viðbót,“ segir Böðvar.
Staðurinn er opinn sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 11 til 22 og laugardaga frá 11 til 23.