fyrsti útdrátturinn í Víkingalottó þar sem Ísland tók þátt var 17. mars 1993. Fyrsti vinningur var 36,3 milljónir. Einn Íslendingur var með sex tölur réttar og fékk 12,1 milljón króna í sinn hlut.
hægt var að kaupa notaðan Silver Cross-barnavagn á þúsund krónur haustið 1959. Vagninn mátti sækja í kjallara á Bergstaðastræti.
það er frítt í strætó í Tallinn í Eistlandi. Þú þarft hins vegar að vera skráður íbúi í borginni.
Alþýðublaðið valdi Bryndísi Hlöðversdóttur sem efnilegasta nýliðann á Alþingi árið 1996. Hún hætti á þingi 2005.
Breti að nafni Frederic W.W. Howell segist hafa verið fyrstur til að ganga á Hvannadalshnúk. Það mun hann hafa gert árið 1891.