fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Snyrtivöruráð Töru Brekkan

Einn færasti förðunarfræðingur landsins – Mikilvægt að nota kalt vatn til að loka húðinni

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 4. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Brekkan Pétursdóttir er einn af færustu förðunarfræðingum landsins. Tara er menntaður förðunarfræðingur og hefur starfað við það í mörg ár. Tara opnaði Snapchat-reikning sem varð fljótlega gífurlega vinsæll en þar gefur hún ýmis ráð sem snúa að heilbrigði húðarinnar og hársins auk þess sem hún leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þegar hún farðar sig og aðra.

Tara er hörkudugleg og tók ákvörðun um að stofna sitt eigið fyrirtæki sem flytur inn og selur snyrtivörur. Ásamt því hannar Tara sína eigin augnháralínu sem hún selur undir nafni verslunarinnar, Törutrix.

Fylgjendur Töru vita að hún er mikil glimmerkona og það er fátt sem Tara elskar meira en glimmer. Það var því við hæfi þegar Tara, ásamt vinkonu sinni Önnu, hóf útsendingar á hlaðvarpsþætti á Kjarnanum að nefna þáttinn Glimmerkokteillinn. Í þættinum fjalla þær vinkonur mikið um tabú málefni og þá sérstaklega í kvennamálum sem þær telja mikla þörf á í samfélaginu.

Þeir sem fylgt hafa Töru vita að hún elskar fátt meira en fallegt glimmer.
Tara Brekkan Pétursdóttir Þeir sem fylgt hafa Töru vita að hún elskar fátt meira en fallegt glimmer.

Blaðamaður spurði Töru hver hennar helstu og bestu förðunarráð væru og hvort hún væri tilbúin til að deila þeim með lesendum DV. Það stóð ekki á svörum enda er Tara vel reynd og á mörg góð ráð í pokahorninu.

· Húð okkar skiptir mjög miklu máli og þá sérstaklega að hreinsa hana, kvölds og morgna. Þá er ég ekki einungis að tala um ef þið eruð með farða á andlitinu heldur líka ef þið eruð ómáluð. Það leggst mikil mengun, ryk og fleira, á húðina yfir daginn og það þarf að hreinsa hana af á kvöldin. Farði, eða meik, ver húðina í rauninni fyrir þessari mengun. Það er að segja mengunin leggst á farðann og þegar þið hreinsið hann svo af á kvöldin þá nær mengunin ekki að fara inn í húðina.

· Mér finnst einstaklega mikilvægt að nota kalt vatn til þess að loka húðinni. Eftir að húðin hefur verið hreinsuð með volgu eða heitu vatni þá opnar hún sig og hleypir óhreinindum út úr sér. En það sem gerist er að hún er líka opin gagnvart óhreinindum. Þá er best að skvetta köldu vatni yfir andlitið því það lokar húðinni. Þetta á einnig við um hárið.

· Gott er að að mála augun á undan andlitinu. Ástæðan fyrir því er sú að það hrynur stundum augnskuggi niður undir augun og býr til skugga sem leggst á andlitið. Þá þarf oft að laga meikið og allt andlitið í heild. Ef þið byrjið á augunum verður húðin alltaf falleg.

Tara farðaði sig í einhyrningsþema á öskudaginn síðasta.
Tara Brekkan Tara farðaði sig í einhyrningsþema á öskudaginn síðasta.

· Það kannast margir við það að „klúðra“ því að setja á sig blautan eyeliner eða þá að varaliturinn fer út af eða klessist. Fljótlegasta ráðið við því er að nota ljósan hyljara og stífan bursta og hreinsa mistökin með hyljaranum. Ekki er gott að reyna að nudda þetta af því það verður oft verra og tekur lengri tíma að ná því af.

· Til þess að finna farða í réttum lit er best að setja smá magn af meikinu á hökuna og miða við hálsinn. Við viljum sama lit á hálsinn og andlitið. Ekki setja farðann á handarbakið, það getur verið allt annar litur þar.

· Mér finnst oft fallegustu snyrtiaðstöðurnar vera þær þar sem ekki eru notaðar sérstakar snyrtivöruhirslur heldur fallegir bollar, kertastjakar eða blómavasar. Það er gaman að nota ímyndunaraflið og leika sér að því að útbúa persónulega snyrtiaðstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi