fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Ljúffengir hafraklattar Amöndu

Fljótlegir og geymast vel

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 4. mars 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Cortes, bloggari á öskubuska.is, deilir ljúffengri uppskrift að hollum hafraklöttum. Fljótlegt er að gera hafraklattana, þeir geymast í kæli í 5–7 daga og lengur í frysti.

Hráefni:

• 3 vel þroskaðir bananar
• ¼ bolli eplamauk án viðbætts sykurs
• 2 tsk. vanillu dropar
• 2¼ bolli hafrar
• ½ tsk. matarsódi
• ½ tsk. lyftiduft
• 1 tsk. kanill
• ¼ tsk. salt
• 1/3 bolli hnetur, fræ eða þurrkaðir ávextir

Hægt er að nota hnetur, fræ og ávexti eftir smekk. Í þessari uppskrift notaði Amanda pekanhnetur, þurrkuð trönuber og sólblómafræ. Einnig er gott að strá smávegis af fræjum yfir klattana áður en þeir fara í ofninn.

Aðferð:

Malið hafrana í blandara og hrærið þeim við matarsóda, lyftiduft, kanil og salt. Stappið saman banana, eplamauk og vanilludropa og blandið saman við þurrefnin. Að lokum er hnetum, fræjum og ávöxtum blandað saman við með sleif.

Setjið deigið í bökunarform og stráið fræjum yfir. Bakið við 180°C í 15 mínútur. Leyfið klöttunum að kólna áður en þið skerið þá niður í hæfilega stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“