fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Gæðastund við þjóðveginn

Kynning

Dalakofinn á Laugum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. mars 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalakofinn er veitingastaður og verslun við Þjóðveg 1 í þéttbýliskjarnanum á Laugum í Þingeyjarsveit. Í Dalakofanum er opið allan ársins hring, nokkuð sem ferðalangar, íslenskir sem erlendir, kunna mjög vel að meta. Í Dalakofanum er lögð áhersla á góðan mat á sanngjörnu verði og góða þjónustu.

Að sögn Haraldar Bóassonar veitingamanns er Dalakofinn vinsæll allt árið um kring en þreföldun verður á gestafjölda á sumrin: „Erlendir ferðamenn eru í miklum meirihluta yfir sumartímann, 70–80 prósent, en á veturna rétt innan við helmingur. Fólk kann vel að meta að við höfum opið hér til 20 á kvöldin á veturna og til 22 á sumrin,“ segir Haraldur en Dalakofinn er óneitanlega góður áningarstaður á ferð um landið.

„Þetta er góður staður til að stoppa og njóta veitinga. Það er þægileg aðkoma hér og við erum á milli Mývatnssveitar og Akureyrar. Sundlaugin á Laugum og íþróttavöllurinn eru mjög flott og þar eru falleg svæði sem gaman er að ganga um og njóta náttúrunnar.“ Dalakofinn rekur tjaldstæði við Laugavöll á sumrin.

Heimagerðir hamborgarar beint frá býli

Framúrskarandi hamborgarar eru eitt af sérkennum Dalakofans, gerðir úr úrvalskjöti. Hamborgararnir koma beint frá býli, frá Vallakoti í Reykjadal.

Heimagerðar pítsur skipa veglegan sess á matseðli Dalakofans.
„Pítsurnar eru heimagerðar, um helmingur af matarsölunni. Við gerum þetta allt frá grunni og fáum mikið hól fyrir það en við gerum okkar pítsusósu sjálf. Á meðal annarra góðra rétta sem í boði eru allt árið eru hamborgarar beint frá býli, íslensk kjötsúpa og gratíneraður plokkfiskur. Bæði útlendingar og Íslendingar eru afskaplega hrifnir af því að komast í kjötsúpuna enda er hún kraftmikið veganesti. Hráefnið í fiskrétti og kjötrétti er að mestu leyti úr héraði,“ segir Haraldur.

Ágæt verslun með miklu vöruúrvali er hluti af Dalakofanum sem margir nýta sér: „Fólk kann vel að meta verslunina hjá okkur og ferðalangar eru þakklátir fyrir að geta leitað þangað því oft gleymist að kaupa eitthvað áður en haldið er í ferðalag.“

Dalakofinn er klárlega staður til að eiga notalega stund á í ferðalögum um landið. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni dalakofinn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt