Geislavirkir drykkir og tannkrem þar á meðal
Megrunarkúrar og töfraráð tengd heilsu koma og fara, sumt af því er furðulegra en annað.
Þessa drykki má enn finna í búðum og enn halda sumir að þetta séu hollustudrykkir. Í einni flösku af drykknum má vissulega finna vítamín, en einnig 33 grömm af sykri.
Atkins-kúrinn var mjög vinsæll á árunum 2003 og 2004, þá áttir þú að hætta að borða brauð og kolvetni á borð við pasta og hrísgrjón en máttir borða feitan mat eins og beikon og ost. Fáir ef einhverjir náðu góðum langtímaárangri á kúrnum og Atkins-fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2005.
Á fyrri hluta 20. aldar héldu margir að geislavirkni væri holl. Erfitt er að komast að því hver var sá fyrsti sem datt þetta í hug en víða í Evrópu og Bandaríkjunum mátti nálgast geislavirkar vörur. Iðnjöfurinn Eben Byers mun hafa drukkið þrjár flöskur af geislavirkum drykk á dag. Hann lést fimmtugur að aldri, kjálkalaus. Þýskir hermenn í síðari heimsstyrjöld notuðu einnig geislavirkt tannkrem.
Þú áttir sem sagt að borða í takt við blóðflokk þinn. Þeir sem eru í blóðflokki O áttu að borða mikið af dýraafurðum. Þeir sem eru í A áttu að borða mest af grænmeti og þeir sem eru í B mikið af mjólkurvörum. Þeir sem eru í AB áttu þannig að borða grænmeti og drekka mjólk. Þetta virkaði ekki sem skyldi.
Maturinn sem við borðum í dag er ekki alltaf sá heilsusamlegasti og því liggur í augum uppi að sniðugt sé að reyna að borða það sama og mannkyn gerði á steinöld. Vandinn er hins vegar sá að slíkt mataræði er ekkert endilega hollara og getur jafnvel valdið höfuðverkjum og niðurgangi.