fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Slakur að njóta og lifa?

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 2. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar eru tveir mánuðir liðnir af árinu og tíminn heldur áfram að renna okkur úr greipum. Flestir hafa nú þegar gleymt nýjársheitum sínum og lagt markmiðin á hilluna, gerst styrktaraðilar líkamsræktarstöðvanna og ekki enn búnir að klára bókina sem þeir byrjuðu á.

Það skal engan undra, enda lifum við á tímum háhraða og tækni. Allt virðist gerast á undraverðum hraða og áður en við vitum af verðum við stödd á elliheimilinu og minnumst góðu áranna.

En hvað eru góðu árin? Nýlega varð orðið núvitund gríðarlega vinsælt. Fólk fór að velta fyrir sér hvað það væri sem raunverulega skipti máli og áttaði sig á að það væri ekki rándýri snjallsíminn eða hversu mörg „like“ það fékk á myndirnar sínar. Það hafa líklega allir velt þessu fyrir sér, lagt frá sér símann í örskamma stund og farið að fylgjast með umhverfi sínu.

En þetta eins og svo margt annað, virðist vera einhvers konar tískubóla. Margar bækur, greinar og vangaveltur spruttu upp og allir og amma þeirra ákváðu að núna væri tíminn komin til þess að stunda núvitund.

Fljótlega fór þó að bera á því að myndir, stöðuuppfærsla og hvatningarorð fóru að birtast á öllum samfélagsmiðlum.

„Bara heima að slaka og njóta“ og „Like-in skipta ekki máli, heldur líðanin“ eru til að mynda vinsæl orðatiltæki sem fóru skyndilega að birtast þar sem fólk reyndi að vekja athygli á því að það væri nú í raun og veru að slaka á og njóta í núvitund.

Við þjáumst af svakalegri hjarðhegðun og sama hversu mikið við reynum að telja okkur og öðrum trú um að okkur sé alveg sama hvað öðrum finnst, þá er það í langflestum tilfellum ekki satt.

Það er því mjög líklegt að sama hvað við reynum að vera stödd í núinu, slaka á og njóta þá mun tæknin, forvitnin, athyglin og „like“-in sem við fáum að öllum líkindum stjórna flestum okkar allt þar til við förum loksins á elliheimilið.

En hver veit, kannski verða elliárin okkar þau góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi