fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Litla kaffistofan: Eins og heimsókn í sveitina

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. mars 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að fólk sæki hingað meðal annars til að losna við áreiti og þann stanslausan eril sem er á flestum stöðum í borginni. Hér er engin tónlist og engir myndskjáir. Þetta er dálítið eins og að koma í heimsókn í sveitina og gæða sér á einhverju þjóðlegu, brauði með síld, flatkökum með hangikjöti og svo framvegis. Við höfum kappkostað að varðveita þennan heimilislega og þjóðlega karakter sem ávallt hefur verið yfir Litlu kaffistofunni,“ segir Katrín Hjálmarsdóttir sem hefur rekið Litlu kaffistofuna við Suðurlandsveg síðan 1. nóvember árið 2016.

„Við höldum í þetta gamla hér og erum til dæmis með kjötsúpuna og heimabakað brauð áfram. En við höfum líka bætt við tertum og kökum sem eru bakaðar á staðnum og tekið upp þann sið að vera með heimilismat í hádeginu alla virka daga ásamt súpu dagsins.“

Hamborgarar skipa veglegan sess á matseðli Litlu kaffistofunnar og eru mjög vinsælir og hefur Litla kaffistofan fengið mjög góða dóma fyrir þá. Í boði eru ostborgari, grandborgari með beikoni og eggi, beikonborgari og vegan-borgari.

„Í vondu veðri finnst fólki gott að gera hlé á ferðinni, setjast hérna og hvíla sig. Fjölskyldufólki finnst líka gott að koma hingað og fá sér heitt súkkulaði og vöfflu eða kaffi og með því. Þá spillir ekki fyrir að verðið er hagstætt,“ segir Katrín.

Erlendum ferðamönnum fer mjög fjölgandi á Litlu kaffistofunni að hennar sögn en Íslendingar eru áfram í miklum meirihluta.

Litla kaffistofan er opin frá 7 til 18 virka daga og 8 til 18 um helgar. Sjá nánar á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/Litla-Kaffistofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi