fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Pítsusnúðar að hætti Maríu Gomez

Gómsætir og girnilegir

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 18. mars 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Gomez heldur úti lífsstílsblogginu paz.is sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að hafa fallegt í kringum sig, borða góðan mat, líta vel út og njóta lífsins með fjölskyldunni.

María er fagurkeri með meiru og er hún dugleg að deila girnilegum uppskriftum með lesendum. María deilir með okkur ofureinföldum og hrikalega góðum pítsusnúðum sem slá alls staðar í gegn.

Pítsusnúðar að hætti Maríu Gomez:

Innihald:

4 bollar hveiti
2 tsk. salt
2 msk. hunang
1 bréf þurrger eða 1½ matskeið
1½ bolli volgt vatn
1 msk. óreganó eða pítsukrydd frá Prima
Smávegis af svörtum pipar (val)

Aðferð:

Setjið volgt vatn, hunang og ger saman í skál og hrærið vel. Leyfið því að standa í um 5 mínútur eða þar til þykk leirkennd froða hefur myndast ofan á. Setjið allt þurrefni saman í hrærivél og hellið gerblöndunni smám saman út í á meðan vélin er að hnoða. Bætið hálfum bolla af volgu vatni við smátt og smátt. Leyfið deiginu að hefast í að minnsta kosti 30 mínútur. Stráið hveiti á borðið og ofan á deigið og fletjið út með kökukefli. Ekki gera það of flatt heldur leyfið því að halda örlítilli þykkt.

Deigið þarf að hefast í 30 mínútur.
Deigið að hefast Deigið þarf að hefast í 30 mínútur.

Fylling:

Pítsusósa (María mælir með Contadina)
Pepperóní
Rifinn ostur
Óreganó eða pítsukrydd

Aðferð:

Smyrjið pítsusósu yfir deigið og klippið pepperóní niður í ræmur. Dreifið svo rifna ostinum yfir og að lokum pepperóníinu. Stráið pítsukryddi eða óreganó yfir allt, rúllið deiginu upp og skerið snúðana í hæfilega stærð. Gott er að strá örlitlu af rifnum osti yfir snúðana ef vill. Bakist á 200°C á blæstri í 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir gullinbrúnir að lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“