fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Íslenskar konur leysa frá skjóðunni

Vandræðalegar kynlífssögur – Parið sem kveikti í rúminu og konan sem fékk glóðarauga

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestallir fullorðnir einstaklingar stunda kynlíf reglulega hvort sem það er með maka sínum eða einnar nætur gaman. Yfirleitt gengur athöfnin nokkuð vel fyrir sig en þó koma skipti þar sem gamanið getur snúist yfir í hrikalega vandræðalega stund sem fólk vill helst aldrei ræða aftur.

DV hafði samband við nokkrar Íslenskar konur sem voru tilbúnar til þess að segja frá vandræðalegum atvikum sem þær hafa lent í meðan á kynlífi stóð. Sögurnar eru í senn skemmtilegar og vandræðalegar. Við gefum konunum orðið:


Ég endaði með manni heima eftir eitt djammið og i miðjum klíðum er ég ofan á honum og sný baki í hurðina. Labbar þá ekki mamma hans inn og fer að garga á hann hvaða stelpa þetta sé eiginlega og öskrar bara á hann. Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þá!


Ég mun ALDREI gleyma skelfingarsvipnum á átta ára stráknum mínum þegar hann labbaði inn í stofu um daginn með tárin í augunum og sagði: „Pabbi, hvað ertu að gera við pjölluna hennar mömmu? Mamma, er allt í lagi? Er pabbi nokkuð vondur við þig?“
Ég hugsaði alltaf með mér að barnið mitt myndi sko ALDREI labba inn á okkur, þannig ég hef aldrei hugsað um hvað ég myndi segja ef það gerðist. Ég veit ekki enn þá hvað ég á að segja honum!


Ég var niðri á kallinum þegar eldri sonur minn labbar inn. Ég þurfti að henda mér á fætur og með hann inn í herbergi án þess að snerta hann því hendurnar mínar voru … mengaðar … Ég kyssti hann ekki góða nótt þetta kvöld.


Ég var einu sinni á djamminu fyrir mörgum árum. Ég var með mjög stutt hár og langaði að vera svaka pæja þetta kvöld og ákvað því að vera með hárkollu. Allavega, þegar ég var orðin vel drukkin endaði ég inni á klósetti með manni. Í öllum hamaganginum rífur hann í hárið á mér og ég gleymi sennilega aldrei svipnum á manninum. Standandi úti á gólfi með buxurnar á hælunum og HÁRIÐ mitt í hendinni!


Ég átti einu sinni kærasta og var í heimsókn heima hjá honum og foreldrum hans. Við vorum ein heima þannig við ákváðum nú að nýta tækifærið, gamanið byrjar og við vorum inni í herberginu hans. Ég er ofan á og sný að hurðinni. Allt í einu opnast dyrnar og var það ekki stjúppabbi hans sem ætlaði að koma til þess að tala við hann. Skelfingarsvipurinn á pabbanum og kærastinn minn snappaði og öskraði á hann að fara út á meðan hann kastaði mér af sér. Ég held að greyið kallinn hafi séð allt! Hann skellti dyrunum aftur, við heyrum hratt fótatak upp stigann, útidyrahurðinni skellt og brunað í burtu á bílnum. Ég lá í hláturskasti á gólfinu og kærastinn var mjög vandræðalegur. Svona voru fyrstu kynnin hjá mér og tengdapabbanum í þessu sambandi. Fjölskyldukvöldmaturinn þetta kvöldið var mjög vandræðalegur!


Það var eitt skipti með einum fyrrverandi kærasta þar sem við vorum á fullu yfir allt rúmið og herbergið. Við vorum með ljósin slökkt upp á blygðunarkennd fröken feiminnar hérna. Við kveiktum svo ljósið eftir apaleikinn og fröken feimin leið næstum út af vegna blóðflæðis upp í höfuð því hún hafði byrjað á túr þarna í miðjum klíðum, og rúmfötin voru sko ekki mjög hvít lengur.


Við kveiktum einu sinni í rúminu okkar í miðjum klíðum! Við vorum með kertaljós aðeins of nálægt og rúmið endaði logandi! Þegar búið var að slökkva eldinn var líka búið að slökkva í okkur!


Við vorum að stunda kynlíf og dóttirin sofandi inni í herberginu hjá okkur. Allt í einu heyrist í henni: „Ekki svona læti, mamma.“


Ég var einu sinni ofan á fyrrverandi og við vorum á brúninni. Við ætluðum að skipta um stöðu ég hallaði mér í vitlausa átt og lenti á andlitinu! Ég græddi flott glóðarauga á því að lenda à náttborðinu. MJÖG VANDRÆÐALEGT!!


Við fyrrverandi vorum í rúminu og þá labbar mamma hans inn, hún skellir aftur dyrunum. Við ákváðum að halda áfram og eftir um það bil fimm mínútur bankar pabbi hans á dyrnar og spyr okkur hvort við séum ekki örugglega að nota smokkinn, annars ætti hann einn í skúffunni!


Ég fór einu sinni til fyrrverandi kærasta míns (vorum búin að vera hætt saman lengi). Ég var á túr og var með túrtappa, við enduðum á því að stunda kynlíf í rúminu hjá mömmu hans með túrtappann ennþá inni í. Eftir kynlífið fer ég á klósettið og reyni að finna túrtappann og fer með höndina upp en fann hann ekki. Ég varð alveg pínu hrædd og hélt ég þyrfti að fara til læknis en ætlaði samt að bíða í smá stund og athuga hvort hann kæmi þá ekki bara sjálfur niður. Ég fór svo bara heim en daginn eftir var ég að tala við litlu systur hans og hún tjáði mér það að mamma hans hafi fundið notaða túrtappann minn í rúminu hjá sér! Ég hef sjaldan skammast mín svona mikið!


Fyrsta skiptið okkar saman. Við erum bæði heima í sveit í jólafríi, þekkjum til hvort annars en erum engir vinir. Við erum búin að vera að spjalla mjög lengi þegar við ákveðum að fara saman á rúntinn. Hann sækir mig og við rúntum um alla sveitina en leggjum bílnum svo aðeins afsíðis. Við kyssumst og knúsumst og vindum okkur í það besta en eftir smá stund fatta ég að ég er að byrja á blæðingum. Einmitt besta mómentið! Ég stoppa og læt hann vita en segi við hann að mér sé sama ef honum sé sama, honum var sama! Eftir buxnalausa partíið hins vegar sáum við að það hafði komið blettur í sængina sem hann hafði lagt undir okkur og þá hófust þessar samræður:

KK: ,,Veistu hvernig maður þvær svona sængur? Má ekki henda þeim í þvottavél?”
Kvk: ,,Jú, það ætti að standa á þvottaleiðbeiningunum bara.”
KK: ,,ókei, æ, þetta er sængin hennar mömmu.”
Kvk: ,,Hvað ertu að gera með hana í … og þá rek ég augun í útsaumuðu púðana sem eru í flestum sætum bílsins ásamt heklaða speglaskrautinu sem hékk með ilmtásunni frammí. Ómægod, þetta er bíll mömmu þinnar, er það ekki??”
KK: ,,… jú.”

Við ákváðum að þetta yrði bara gert einu sinni, kvöddumst með þeim orðum að segja engum frá þessu og að þetta yrði bara okkar á milli. Tveimur börnum síðar höfum við staðið fast við þetta og látið bíl tengdó algjörlega ósnertan! Ég skammast mín samt mest fyrir það að greyið tengdamóðir mín hafi þurft að sofa með þessa sæng svona. Hann nefnilega ákvað bara að þurrka hana með blautri tusku þegar hann kom heim!


Ég var kasólétt og eins og gengur og gerist þá hafa menn þarfir. Við erum í miðjum klíðum þegar dyrunum er skellt hressilega upp! Kemur elsta barnið, þá 4 ára, inn og segir: Mamma, hvað gengur hér á?! Ég var ofan á honum og ekki alveg sú meðfærilegasta svona kasólétt! Við reynum á fullu með hjartað í buxunum (sem voru ekki til staðar) að ýta mér af og í leiðinni að reka hana inn í herbergi! Ég held að við séum skemmdari en barnið eftir þessa lífsreynslu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“