fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Af hverju versnar þynnkan með árunum?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert launungarmál að eftir því sem við eldumst verður þynnkan eftir stífa drykkju erfiðari viðureignar. Áður fyrr, kannski í kringum tvítugt, vorum við fær í flestan sjó eftir drykkju kvöldið áður.

Spólum svo nokkur ár fram í tímann þegar höfuðverkur og ógleði gera okkur lífið leitt eftir áfengisdrykkjuna.

Þó að margt bendi til þess að þynnkan verði verri með árunum hafa vísindamenn ekki átt auðvelt með að segja til um nákvæmlega hvers vegna þetta gerist.

Ýmsum kenningum hefur verið fleygt fram hvað þetta varðar; í umfjöllun breska blaðsins Independent kemur fram að ein skýring sé kannski sú að eftir því sem við eldumst dettum við sjaldnar í það en áður. Líkaminn sé hreinlega ekki vanur allri þessari drykkju. Önnur kenning er sú að eftir því sem við eldumst þá verða breytingar á líkama okkar. Þannig verður starfsemi lifrarinnar ekki eins skilvirk og áður; ákveðin fækkun verði á gagnlegum ensímum sem vinna úr alkóhólinu.

Þá er nefnt í umfjöllun Independent að eftir því sem við eldumst þá eykst líkamsfita okkar á meðan vöðvamassinn minnkar. Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt en er þó nokkuð dæmigert, til dæmis hjá þeim sem voru virkir í íþróttum á yngri árum en ekki eins virkir þegar komið er af léttasta skeiði. Vöðvavefir líkamans eru 75% vatn en fituvefir innihalda aðeins 10% vatn. Og þar sem vatn hjálpar okkur við að vinna úr neyslu alkóhóls gagnast það okkur að hafa mikinn vöðvamassa, þar af leiðandi meira vatn í líkamanum.

Eins og að framan greinir hafa vísindamenn ekki getað bent nákvæmlega á eitthvað eitt sem gerir það að verkum að þynnkan eykst með aldrinum. En vísindamenn eru þó sammála um að samblanda þessara þátta, sem fjallað er um hér að framan, eigi hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“