fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
FókusKynning

Láttu þjóninn um atið og vertu þátttakandi í eigin veislu

Kynning

Veisluþjónar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem gerist þegar þú færð þjón í veisluna er að þú færð loksins tækifæri til að taka fullan þátt í eigin veislu. Þú nýtur þess betur að halda veisluna, verður betri gestgjafi sem blandar geði við gestina og skemmtir þér með þeim í stað þess að vera sífellt að hlaupa til, fylla á veitingar og þess háttar.

Hvernig hef ég samband?

Hvernig hef ég samband?

https://www.facebook.com/veislutjonar/,

Sendu fyrirspurn á netfangið veislutjonar@veislutjonar.is
– eða hringdu í síma 692 8981

Fólk sem fær þjóna til sín í fyrsta skipti upplifir mikinn létti og oftar en einu sinni hefur það spurt mig hvers vegna í ósköpunum því hafi ekki dottið þetta fyrr í hug! Óðagotið og stressið við veisluhald hverfur og allt verður svo mikið skemmtilegra og þægilegra,“ segir Eva Rós Gústavsdóttir, eigandi fyrirtækisins Veisluþjónar.

Eins og margar góðar viðskiptahugmyndir fæddist hugmyndin að fyrirtækinu fyrir tilviljun:

„Þetta byrjaði vorið 2014 með því að við vinkona mín fórum fyrir tilviljun að þjóna saman í fermingarveislu í Garðabæ. Ég hafði unnið eitthvað áður sem þjónn á veitingahúsum en okkur fannst þetta eitthvað svo notalegt verkefni að við byrjuðum að velta því fyrir okkur hvort hægt væri að gera meira af þessu. Við bjuggum til Facebook-síðu þar sem við auglýstum þjónustu okkar. Upp frá því vorum við bókaðar í fyrstu brúðkaupsveisluna og svo fór boltinn að rúlla. Veisluþjónarnir mæta í alls konar veislur og samkvæmi og við sendum einnig þjóna út á land ef þess er óskað,“ segir Eva, sem hefur m.a. tekið að sér brúðkaupsveislur fyrir erlenda ferðamenn, árshátíðir, stórafmæli og ótal fermingarveislur svo fátt eitt sé nefnt.

„Veisluþjónarnir mæta í  alls konar veislur og samkvæmi og við sendum einnig þjóna út á land ef þess er óskað.“
Fara um allt land „Veisluþjónarnir mæta í alls konar veislur og samkvæmi og við sendum einnig þjóna út á land ef þess er óskað.“

Aðstoða líka við undirbúning og frágang ef þess er óskað

Eva Rós rekur fyrirtækið ein í dag en er með allt að 30 manns á sínum snærum, lipra og góða þjóna, sem vinna mismikið eftir því hvað álagið er mikið hverju sinni.

En hvað er innifalið í þjónustunni?

„Þegar þjónustan er pöntuð býð ég upp á ráðgjöf varðandi ýmislegt sem tengist veisluhaldinu. Til dæmis uppsetningu, innkaup, hvað á að kaupa inn mikið af gosi og hvað mikið af mat o.s.frv. Þjónninn getur mætt fyrr á veislustaðinn, hvort sem um er að ræða heimahús eða veislusal, og aðstoðað við að stilla upp. Síðan er bara gengið í þau verk sem þarf að vinna. Uppvask og frágangur er sjálfsagt mál og við höfum meira að segja staðið yfir pottum í miðri veislu. Við þjónum síðan auðvitað til borðs ef það á við, ef það er hlaðborð sjáum við um að fylla á það, stillum upp kaffi og því sem þar fylgir, og einfaldlega gerum það sem þarf að gera svo að gestgjafarnir fái notið sín.

Við aðstoðum einnig við frágang eftir veislu ef þess er óskað. Um þetta allt má semja fyrir fram en ég held því líka alltaf opnu að fólk geti samið á staðnum um hve lengi manneskjan á að vera til aðstoðar.“

Það hljómar óneitanlega eins og veisluþjónn geti gert fermingarveisluna skemmtilegri, ánægjulegri og miklu auðveldari í framkvæmd!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“