fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Lúxusgisting í íslenskri sveitasælu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel Grímsborgir er á gullfallegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi. Við fyrstu sýn minnir svæðið á lítið og fallegt þorp enda eru þar samtals 16 hús, ein aðalbygging sem hýsir hótelmóttöku, veitingasal, fundarsal og fleira, og síðan samtals 15 gistihús.

Ólafur Laufdal hóf uppbyggingu á svæðinu fyrir um áratug og undanfarin ár hefur gistirýmið stöðugt vaxið og húsin sprottið upp eitt af öðru:

„Ég lenti í þessu fyrir tilviljun og þetta hefur vaxið miklu meira en ég átti von á. Þegar ég hætti rekstrinum á Hótel Íslandi og sonur minn tók þar við hafði ég unnið áratugum saman fram á nætur og ætlaði að setjast í helgan stein. En ég kunni bara ekki að gera ekki neitt! Ég byrjaði að byggja hér á svæðinu en síðan vatt þetta upp á sig og í dag erum við með gistipláss fyrir 240 manns,“ segir Ólafur en hann byrjaði í hótelbransanum 12 ára gamall, sem „pikkoló á Hótel Borg,“ en hann var þá nýfluttur til höfuðborgarinnar frá Vestmannaeyjum. Löngu síðar tók Ólafur við rekstri Hótel Borgar og stýrði henni í 13 ár.

Ólafur Laufdal var á vörum allra landsmanna eftir að hann opnaði hinn vinsæla skemmtistað Hollywood í Ármúlanum árið 1978, sem var um árabil vinsælasti skemmtistaður ungs fólks í Reykjavík. Í kjölfarið fylgdi hinn glæsilegi staður Broadway og síðan Hótel Ísland. Ólafur hefur alltaf verið í takt við tímann og uppbygging hans á Grímsborgum hefur svarað vel þörfum hins sívaxandi ferðamannastraums til Íslands.

Í gistihúsunum 15 á svæðinu er að finna svokölluð Superior-herbergi, Junior-svítur, 2-svefnherbergja íbúðir sem eru 56 fermetrar að stærð og 4-svefnherbergja íbúðir sem eru 200 fermetra að stærð.

Greinarhöfundur prófaði gistingu í svítu, afskaplega rúmgóðum og smekklegum vistarverum. Kampavín og bakki með ljúffengum sætindum bíða gesta við komu. Baðherbergi er rúmgott og fallegt, tveir blaðsloppar eru til reiða og fyrir utan eru tveir heitir pottar en þeir eru samtals 29 á svæðinu.

Svítugistingin er partur af tilboðinu Lúxus nótt. Innifalið var frábær kvöldverður í veitingasal Hótel Grímsborga og að sama skapi framúrskarandi morgunverður. Síðast en ekki síst er það hin frábæra skemmtidagskrá Uppáhald þar sem Gunnar Þórðarson og fleiri tónlistarmenn flytja mörg af ástsælustu lögum Gunnars og var dýrleg stemning í salnum á meðan skemmtunin stóð yfir, fólk söng með og dansaði fyrir framan hljómsveitarsviðið.

Dvöl af þessu tagi kostar 49.900 krónur á manninn með öllu. Tilboðið Rómantísk nótt inniheldur það sama fyrir utan að gistingin er í 24 fm superior herbergi og kostar þá 29.900 kr. á manninn. Hlýtur það að teljast nokkuð gott verð miðað við allan lúxusinn sem fylgir gistingunni. Ólafur segir að margir gestir á Hótel Grímsborgum séu vel efnaðir en engu að síður hafi aðrir vel efni á gistingunni. Hins vegar sé krónan sterk og Ísland almennt talið vera mjög dýr staður fyrir erlenda ferðamenn.

Vel á annað hundrað manns gista hverja nótt á Hótel Grímsborgum á þessum árstíma. Auk erlendra ferðamanna sækja margir Íslendingar staðinn yfir veturinn, pör að njóta rómantískra kyrrðarstunda, alls konar starfsmannahópar, vinahópar, fjölskyldur að fagna stórafmælum eða brúðkaupsafmælum og margir fleiri.

Yfir sumartímann er hins vegar fullbókað og er þá yfirgnæfandi meirihluti gesta erlendir ferðamenn. „Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir og næstir koma Bretar. Indverjar eru einnig fjölmennir, sem og Japanir,“ segir Ólafur. Hann segir að það krefjist mikillar vinnu að halda hóteli í þessum gæðaflokki í rekstri:

„Þetta er vinna alla daga og öll kvöld, annars gengur þetta ekki. Hins vegar er ég með frábært starfsfólk hérna, bæði innlent og erlent, og ég gæti þetta ekki ef ég væri ekki svona heppinn með hótelstjóra, en María Brá Finnsdóttir gegnir því starfi af stakri fagmennsku,“ segir Ólafur.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni grimsborgir.is og síma 5557878 og hægt að leita tilboða hjá Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra með því að senda tölvupóst á: maria@grimsborgir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi