fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Ég hélt framhjá kærastanum og er ólétt – veit ekki hvor er pabbinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt framhjá kærastanum mínum með öðrum manni. Núna er ég ólétt og ég veit ekki hver faðirinn er,“ segir tuttugu og átta ára kona sem komin er í klemmu í einkalífinu.

Konan leitar ráða hjá Deidre, sambandsráðgjafa breska blaðsins The Sun, þar sem hún segir sögu sína. Kærasti konunnar er 29 ára og hafa þau verið saman í þrjú. Hún segir að þau séu hamingjusöm þó þau hafi átt sínar góðu og slæmu stundir eins og gengur og gerist.

Afdrifaríkt afmæli

„Ég fór út með vinkonum mínum í tilefni af 30 ára afmæli vinar okkar. Ég hitti yndislegan strák þar og byrjaði að daðra við hann. Ég vissi að það sem ég gerði var rangt en ég hafði drukkið allt of mikið,“ segir konan.

Hún segir að eitt hafi leitt að öðru, þau hafi spjallað og dansað og síðan hafi maðurinn spurt hana hvort hún vildi fara með honum þangað sem þau yrðu bara tvö ein.

„Ég sagði vinkonum mínum að ég þyrfti að fara og fór með honum á hótel sem hann dvaldi á. Þar stunduðum við ótrúlegt kynlíf,“ segir konan. Þau skiptust á símanúmerum en frá þessu örlagaríka kvöldi hefur hún ekkert heyrt í manninum. En svo kom áfallið.

„Ég annað hvort get ekki sofnað eða græt mig í svefn á hverju kvöldi. Hvað á ég að gera?“

Óléttuprófið jákvætt

„Nokkrum vikum síðar fór ég í óléttupróf sem reyndist vera jákvætt. Ég sagði kærastanum mínum frá þessu og hann var himinnlifandi yfir því að við værum að eignast barn. Hann þreytist ekki á að tala um hversu mikið hann hlakkar til að eignast stóra fjölskyldu og er hrikalega spenntur“ segir hún.

Konan kveðst vera komin sex mánuði á leið og ekki vita hvort hún hafi orðið ólétt eftir framhjáhaldið eða eftir kærasta sinn. „Ég elska hann svo mikið en ég er með mikið samviskubit yfir því sem ég gerði og þeirri staðreynd að barnið sem ég ber undir belti er mögulega ekki hans. Ég óttast að segja honum frá þessu því þá held ég að hann muni fara frá mér. Ég annað hvort get ekki sofnað eða græt mig í svefn á hverju kvöldi. Hvað á ég að gera? Á ég að segja frá því sem gerðist?

Mikil klemma – stór ákvörðun

Deidre, sem vanalega á ekki í erfiðleikum með að svara erfiðum spurningum, viðurkennir að konan hafi komið sér í miklu klemmu. Engin ástæða sé þó til að örvænta.

„Ef þú hefur stundað reglulega kynlíf með kærasta þínum eru mestar líkur á því að barnið sé hans. Ég mæli með því að þú talir við ljósmóður eða lækni, segir frá því hvenær þú fórst síðast á blæðingar og spyrjir hvenær mestu líkurnar séu á því að barnið hafi verið getið. Ljósmóðirin eða læknirinn geta mögulega aðstoðað þig að finna út hvort þú sért ólétt eftir kærasta þinn eða hinn manninn.“

Deidre segir að ef hinn maðurinn sé faðirinn beri honum lagaleg skylda til að greiða meðlag. Þá sé möguleiki á því að barnið vilji síðar meir komast í samband við hann og kynnast honum. Deidre bendir á að ef dagsetningarnar passi og möguleiki sé á því að kærasti hennar sé ekki faðirinn standi hún frammi fyrir stórri ákvörðun.

„Það er ekki auðvelt að ljúga að kærastanum það sem eftir er og það er ekki góð hugmynd að ala upp barn án þess að vera heiðarlegur um hver faðir þess er. Það getur haft ýmis áhrif síðar meir. Ég mæli með því að þú komir hreint fram við kærasta þinn, vonir að hann elski þig nógu mikið og sé nógu ákveðinn í að verða faðir til að ala upp barnið með þér, burt séð frá því hvort hann sé faðirinn eða ekki,“ segir Deidre sem hvetur konuna jafnframt til að láta hinn manninn vita vita sé raunin sú að hann sé faðirinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi