fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Fullkominn gólfhiti með litlum fyrirvara

Kynning

Gólfhitalagnir ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist sífellt í vöxt að gólfhiti sé valinn sem kyndingarkostur í húsum og flest ný hús eru með gólfhita. Einnig er algengt að skipt sé yfir í gólfhita þegar húsnæði er gert upp og jafnvel bara þegar skipt er um gólfefni. Kostir gólfhitakyndingar eru margir, til dæmis sá að þá losna húsnæðiseigendur við ofna af veggjunum. Fyrirtækið Gólfhitalagnir ehf. býður upp á mjög vandaða og fljótvirka þjónustu á þessu sviði og er með fullkomna fræsivél sem getur fræst raufar ofan í öll steingólf. Á fræsivélinni er öflug ryksuga svo ryk og óhreinindi eru í lágmarki við þessa vinnu. Eftir fræsingu leggja Gólfhitalagnir síðan rörin ofan í raufarnar og þá er hægt að leggja gólfefnið á, parket eða flísar.

„Við sérhæfum okkur í að fræsa og leggja gólfhitarörin í raufarnar, við tengjum ekki gólfhitann heldur sér pípulagnameistari hússins um það,“ segir Guðni Vilberg Baldursson hjá Gólfhitalögnum. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2013 ásamt Brynjari Kristjánssyni pípulagnameistara. Að sögn Guðna vinna þeir mest í íbúðarhúsnæði en fræsa þó líka og leggja rör í gólf í verslunum og iðnaðarhúsnæði.

Verkefnin eru síðan mjög mismunandi að umfangi: „Við erum að fræsa og leggja í rör í allt frá einu baðherbergi og upp í heilu húsin,“ segir Guðni. Aðspurður segir hann að það hafi verið góður stígandi í verkefnum undanfarið og ljóst er að gólfhiti færist mjög í vöxt: „Það gefur okkur líka ákveðna sérstöðu að við erum ekki nema daginn að fræsa og leggja rörin í allt að 150 fermetra hús, nánast ryklaust. Tíminn skiptir máli þegar maður er með heimilið undirlagt og það kemur sér vel fyrir fólk hvað þetta tekur stuttan tíma. Auk þess mætum við líka á staðinn með litlum fyrirvara.“

Gólfhitalagnir bjóða því upp á fljótlega þjónustu með litlu raski en niðurstaðan er frábær gólfhiti og ofnalausir veggir.
Á heimasíðu fyrirtækisins, golfhitalagnir.is, er hægt að leggja inn tilboðsbeiðni og er henni yfirleitt svarað innan klukkustundar. Það tilboð gildir svo lengi sem gólf eru hrein og slétt þegar verkið hefst. Því liggur allur kostnaður fyrir áður en verkið hefst.

Fyrirtækið er staðsett að Krókhálsi 5-E, 110 Reykjavík. Símanúmer er 571-3700, en góðar upplýsingar er að hafa á heimasíðunni, golfhitalagnir.is. Einnig er mikið úrval af myndum og myndskeiðum á Facebook-síðu Gólfhitalagna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt