fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Bíl-Pro: Bílamálun og réttingar

Kynning

Virkilega vel tekið á móti manni og fyrsta flokks þjónusta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíl-Pro er löggilt verkstæði á sviði bílaréttinga og bílamálunar og veitir bíleigendum sem lenda í árekstri ákaflega faglega, þægilega og heildstæða þjónustu. Þeir rétta og sprauta allar tegundir bíla. Bíl-Pro er með samstarfssamninga við öll tryggingafélögin og notast við Cabas-tjónamatskerfi sem er tengt miðlægum gagnagrunni allra tryggingafélaga. Þeir vinna ávallt eftir viðgerðaleiðbeiningum framleiðanda og til þess að ökutækið sem lent hefur í tjóni verður jafngott og það var fyrir árekstur.

Ferlið hefst með því að bíleigandi hefur samband í síma 555 1260 eða á vefsíðunni bilpro.is. Síðan kemur hann með bílinn á staðinn og tjónið er metið og gefinn tími fyrir viðgerð. Tjónamatið gengur hratt og örugglega fyrir sig og ekki þarf að bóka tíma í það. Bíl-Pro er staðsett í alfaraleið, að Viðarhöfða 6, 110 Reykjavík. Bíl-Pro útvegar bíleigandanum bílaleigubíl til afnota á meðan viðgerð stendur yfir ef fólk kýs það. Þar af leiðandi þarftu eingöngu að koma til Bíl-Pro og sjá þeir um allt ferlið frá upphafi til enda. Viðgerðir felast í bílasprautun, réttingum, plastviðgerðum, framrúðuskiptum og fleiru – allt eftir eðli tjónsins. Viðgerðartími er í flestum tilvikum 3-5 virkir dagar en getur lengst ef tjónið er mikið.

Í Bíl-Pro eru starfsmenn fjórir talsins í fullu starfi á verkstæðinu og búa yfir mikilli þekkingu og áratuga reynslu. Annar eigandinn, Eiður Már Guðbergsson, er með meistarabréf í bæði bifreiðasmíði og bílamálun, hinn eigandinn, Þröstur Jarl Sveinsson, er meistari í bifreiðasmíði. Starfsmaður á verkstæðinu er með sveinsbréf í bílamálun og annar starfsmaður er nemi í bifreiðasmíði. Auk þess sækja þeir allir endurmenntunarnámskeið reglulega hérlendis sem erlendis, þannig að símenntun er hluti af starfinu.

Fyrir utan fagþekkingu og fyrsta flokks vinnubrögð notast Bíl-Pro eingöngu við besta mögulega búnað og efni. Við bílasprautun er notaður fullkominn sprautuklefi og umhverfisvænt bílalakk frá þýska gæðamerkinu Spies-Hecker sem er með því fremsta á markaðinum í dag. Einnig er notast við sérstakan skanna sem finnur rétta litinn á bílinn. Til réttinga er notast við réttingabekk frá Celette sem er með tölvumælingu.

Ennfremur notast fagmennirnir hjá Bíl-Pro við bestu suðugræjurnar á markaðinum í dag, punktsuðuvélar, álsuðuvélar og koparsuðuvélar. Fólk vill helst fá bílinn sinn betri til baka en hann var fyrir tjónið og þeir fjórmenningar tryggja að svo verði. Fagmennska í fyrirrúmi og áhersla á fljótlega og góða þjónustu.

Sem fyrr segir er Bíl-Pro til húsa að Viðarhöfða 6. Opið er virka daga frá kl. 8 til 17. Nánari upplýsingar má nálgast á bilpro.is og á Facebook-síðu fyrirtæksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi