fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusKynning

Arnór: Vefjagigt er jafnraunverulegur sjúkdómur og kransæðastífla

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má líkja líkama með vefjagigt við rafmagnsgítar og magnara. Þegar þú tekur í strenginn á rafmagnsgítar þá er það álag á líkamann. Þeir sem eru með vefjagigt eru með magnara sem er of hátt stilltur. Fólk með vefjagigt er bara með bilaðan magnara, það er of næmt fyrir verkjum og verkirnir vara lengur,“ segir Arnór Víkingsson, gigtarlæknir hjá Þraut, í samtali við DV.

Arnór segir mikla framþróun hafa átt sér stað á þessu sviði á undanförnum árum, mikil vitundarvakning hafi átt sér stað en enn sé langt í land með að finna réttu meðhöndlunina á þessu sjúkdómi. Beðið er eftir betri lyfjum með minni aukaverkunum sem og að Landspítalinn taki í gagnið jáeindaskanna sem geri sérfræðingum kleift að staðsetja vefjagigtina.

Arnór og samstarfsfólk hans hafa tekið á móti á annað þúsund manns með vefjagigt á síðustu árum, hann segir að margir hverjir komi of seint og því leggur hann mikla áherslu á að gripið sé eins snemma inn í og hægt er. Það er hægara sagt en gert þar sem algeng einkenni vefjagigtar, sjá hér til hliðar, eru algeng í daglegu lífi. Þraut notar einfaldan spurningalista, FIQ, þar sem hægt er að komast að því hvort maður sé með vefjagigt eða ekki. ]Spurningalistann má finna á heimasíðu Þrautar.](http://www.thraut.is/assets/FIQ_sept_20091.pdf)

Arnór segir að vefjagigt sé jafnraunverulegur sjúkdómur og kransæðastífla og vísar því alfarið á á bug þeim hugmyndum að vefjagigt eigi sér sálrænar skýringar eða sé einhvers konar ímyndunarveiki og segir slíka fordóma auka mjög á vanlíðan sjúklinga. Vefjagigt er ekki þunglyndi, leti, kvíði eða streita, slíkt eru fordómar en fólk getur orðið þunglynt, kvíðið, framtakslaust og stressað af stöðugum verkjum.

Algeng einkenni vefjagigtar

Verkir. Þreyta. Svefntruflanir. Morgunstirðleiki. Lestrar-, tal- og minniserfiðleikar. Einbeitingarskortur. Svíðandi tilfinning í húðinni. Náladofi og dofatilfinning í fingrum, tám og í kringum munninn. Þunglyndishugsanir. Höfuðverkur. Jafnvægisröskun. Hjartsláttarköst og andþrengsli. Órólegur ristill og þvagblaðra. Tíðatruflanir (sársaukafullar, óreglulegar og miklar blæðingar). Streita og óróleiki í líkamanum. Aukin næmni gagnvart sterkri lykt, sterku ljósi og hávaða.

5 leiðir til að takast á við vefjagigt

Svefn

Slökun og náttúrulegur svefn skiptir sköpum við að minnka næmni líkamans gagnvart áreiti. Hefðbundin svefnlyf á borð við imovane og stilnoct hjálpa hins vegar ekki til, best er að ná náttúrulegum svefni með góðri slökun.

Minnka líkamlegt áreiti

Einstaklingur með vefjagigt finnur meira fyrir líkamlegu álagi en aðrir og álag sem öðrum finnst eðlilegt, eins og til dæmis að sitja lengi, getur valdið verkjum og jafnvel sársauka hjá einstaklingi með vefjagigt. Best er því að reyna að minnka líkamlegt áreiti eins mikið og hægt er.

Minnka andlegt áreiti

Mikið andlegt áreiti leiðir til streitu sem leiðir til svefnvandamála sem leiðir til meira næmis fyrir verkjum. Gott er að slaka og minnka andlegt áreiti.

Rétt líkamsþjálfun

Einstaklingur með vefjagigt getur ekki byrjað einn daginn í crossfit og farið að hjóla í vinnuna. Það þýðir ekki að viðkomandi þurfi að hætta að hreyfa sig, mikilvægt er að fara hægt af stað, lyfta léttu og passa að hreyfingin leiði ekki til óþarfa verkja. Hreyfing er hins vegar holl og stuðlar að betri svefni.

Fræðsla

Það er lykilatriði fyrir þá sem hafa vefjagigt að skilja sjúkdóminn og finna eigin mörk. Vefjagigt er flókinn sjúkdómur og því þarf hver og einn að átta sig á einkennunum og finna eigin mörk og meðferð við hæfi í samráði við heilbrigðisstarfsfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi