Heimsbílar
„Við höfum mikla reynslu hér á Heimsbílum. Ég hef unnið við bílasölu frá árinu 1998, og félagi minn Garðar, frá árinu 2006. Við höfum einnig báðir starfað hjá stóru bílaumboðunum. Við erum báðir löggiltir í greininni. Við tókum við Heimsbílum í apríl 2009. Hérna seljum við bíla fyrir aðra, einstaklinga, bílaleigur og bílaumboðin. Við flytjum hins vegar ekki inn sjálfir. Mín grunnhugsun er sú að ef þú ert með bílasölu þá ertu að selja fyrir aðra. Ef þú flytur sjálfur inn bíla ertu farinn að selja fyrir sjálfan þig og kominn í samkeppni við þá sem skaffa þér brauðið. Við forðumst það.“
Þetta segir Tryggi B. Andersen hjá bílasölunni Heimsbílar sem hann rekur ásamt félaga sínum, Garðari Smárasyni. Heimsbílar eru til húsa að Kletthálsi 2, 110 Reykjavík. Heimsbílar bjóða upp á mikið úrval af notuðum bílum á breiðu verðbili. „Dýrasti bíllinn sem ég hef selt hérna var yfir 24 milljónir og við erum með töluvert af dýrum bílum hér, t.d. Range Rover, BMW og Mercedes-Benz. Síðan eru þetta bílar alveg niður í 300–400 þúsund. Hins vegar erum við með ákveðnar gæðakröfur, bílar þurfa að vera hreinir og í lagi. Þannig að þó að við bjóðum upp á mjög ódýra bíla reynum við að tryggja lágmarksgæði,“ segir Tryggvi.
Hann segist álíta að sala í notuðum bílum hafi að mestu staðið í stað síðan árið 2009. Hins vegar hafi hún síðustu árin færst meira yfir í nýlega og dýrari bíla.
Í boði er fjármögnun upp á allt að 1,5 milljónir í gegnum pay.is og eina milljón með VISA. Ýmis önnur fjármögnun kemur til greina: „Það er í rauninni öll fjármögnun í boði nema skuldabréf og víxlar, það er búið,“ segir Tryggvi.
Heimsbílar selja bíla fyrir einstaklinga, bílaleigur og mörg af stóru bílaumboðunum, og fyrirtækið kappkostar að þjónusta vel bæði þá sem það selur bíla fyrir og kaupendur. Tryggvi segir að salan sé nokkuð jöfn yfir árið með ákveðnum sveiflum þó: „Oft eru tveir til þrír mánuðir rólegir og síðan rífandi gangur í aðra tvo til þrjá mánuði. Það er hins vegar ekki fyrirsjáanlegt hvenær ársins þessi tímabil eru. Afgangurinn á árinu er síðan nokkuð jafn í sölu.“
Tryggvi segir að starf bílasala sé annasamt og henti bara þeim sem hafi ástríðu fyrir bílum. „Það þarf að huga að mörgu, sjá til þess að bílar séu gangfærir og þrífa þá. Það er gaman að geta sinnt starfi sem maður hefur ástríðu fyrir og getur brauðfætt sig með.“
Frekari upplýsingar um starfsemina er að finna á nýrri og glæsilegri heimasíðu, heimsbilar.is. Þar eru upplýsingar um úrval, söluþóknun og fleira. Hér með greininni eru síðan myndir og upplýsingar um áhugaverða bíla sem eru til sölu núna.
„Það er og hefur alltaf verið frítt að skrá bíl hjá Heimsbílum og eingöngu eru tekin sölulaun af þeim bílum sem seljast. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar og skrá bílinn í sölu, sé það í söluhugleiðingum,“ segir Tryggvi að lokum.