fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusKynning

Orðsporið er besta auglýsingin

Kynning

Bílakóngurinn, Brekkustíg 40, Njarðvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum lítið sem ekkert auglýst en fólk hefur verið ánægt með þjónustuna og vinnubrögðin og þess vegna fáum við sífellt meiri viðskipti. Við rétt svo önnum því sem til okkar berst núna en það kemur eflaust að því fljótlega að ég þarf að stækka við mig,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem rekur bílaþjónustufyrirtækið Bílakónginn í Njarðvík og er annar af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins.

Bílakóngurinn þrífur bíla að innan sem utan, framkvæmir lagfæringar eftir yfirborðsskemmdir og tekur bíla í mössun. „Þegar þú ert búinn að þrífa bílinn þinn með kústum í nokkur ár er lakkið orðið mjög matt. Mössunin nær gljáanum upp aftur,“ segir Sveinbjörn.

„Fyrir utan þetta þá eru oft smárispur á bílunum og það sest bremsuryk á þá. Auk þess fer seltan mjög illa með bílana á veturna. Margir bílar árgerð 2016 eru mjög illa farnir. Þetta er mikil vinna, það þarf að vaka yfir þessu og sinna þessu af alúð og áhuga. En ég hef líka mjög gaman af vinnunni,“ segir Sveinbjörn en Bílakóngurinn fær mikið hrós frá viðskiptavinum fyrir vönduð vinnubrögð.

„Stundum hef ég þurft að rífa innréttingarnar út úr bílnum til að uppræta lykt því ef það hellist niður og mjólkin eða kaffið komast inn í járnið þá hverfur lyktin ekkert þó að þú þrífir hann að innan.

Svo erum við með Nano Ceramic-vörn fyrir bílinn sem dugar allt að 3 til 5 ár. Það þarf að panta með viku fyrirvara mjög sterk efni með ábyrgð allan tímann ef farið eftir skilmálum.“

Fyrir utan þessi hreinsunarverkefni og endurbætur sem gera bílinn fallegan og aftur nýlegan í útliti þá sinnir Bílakóngurinn bremsuviðgerðum og skiptum á tímareimum.

Þó að meirihluti viðskiptavina Bílakóngsins séu af Suðurnesjum þá er hann með nokkra fasta viðskiptavini í Reykjavík sem gjarnan leita til hans í tengslum við utanlandsferðir. „Ég ek þeim á flugvöllinn og þegar þeir koma heim aftur skila ég bílnum til þeirra hreinum og fínum. Fyrir utan að þrífa bílinn geri ég það sem gera þarf miðað við aðstæður, stundum fer ég með þá í smurningu eða í skoðun,“ segir Sveinbjörn.

Þjónusta við fyrirtæki

Bílakóngurinn sinnir reglulegri þjónustu fyrir bílaumboðin Öskju og K. Steinarsson. „Ég tek nýja bíla og geri klára fyrir viðskiptavinina og síðan tek ég notaða bíla, massa þá og þríf og geri þá fína fyrir endursölu.“
Bílakóngurinn vinnur einnig mikið fyrir bílaleiguna Blue og þjónustar bílaflotann hjá meirihlutanum af byggingarverktökum á Suðurnesjum.

Síðast en ekki síst er Bílakóngurinn með þvottastöð á hjólum sem notuð er til að þrífa plön fyrir framan verslanir og bílasölur.

Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn í síma 771-1449.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi