Bílastoð
Árið 2006 stofnuðu þeir Torfi Þórðarson og Jónas Örlygsson fyrirtækið Bílastoð sem sérhæfir sig í meðferð og endurbótum tjónabíla, meðal annars réttingum og sprautun. Torfi hefur starfað í faginu frá árinu 1987 og lærði hann í Svíþjóð í skóla sem rekinn var í samvinnu við bílaframleiðendur þar í landi. Jónas er lærður bílasmiður oghefur starfað við það fag frá árinu 1996.
Markmið Bílastoðar er að vera í fremstu röð á sviði tjónaviðgerða og veita þannig bíleigendum og tryggingafélögum framúrskarandi og skilvirka þjónustu, en Bílastoð er með samstarfssamninga við öll tryggingafélögin um viðgerðir og endurbætur á tjónabílum. Fyrirtækið leitast við að ná markmiðum sínum með því að beita framúrskarandi tækjabúnaði og hafa í sínum röðum mjög hæft starfólk, en auk Torfa og Jónasar starfa aðrir lærðir bílasmíðir og bílamálarar hjá fyrirtækinu. Samtals starfa nú fimm faglærðir einstaklingar hjá fyrirtækinu við réttingar og sprautun en stefnt er að því að bæta við starfsmanni á næstunni vegna aukinna umsvifa.
Meðal tækjabúnaðar Bílastoðar er CAR-O-LINER tölvustýrður réttingabekkur og sprautuklefar frá POLIN. Bílastoð er viðurkennt CABAS fyrirtæki sem þýðir að Bílastoð uppfyllir kröfur CABAS-kerfisins sem er leiðandi viðmiðun um tjónaviðgerðir.
Bílastoð útvegar viðskiptavinum bílaleigubíla frá Avis á meðan bílar þeirra eru í viðgerð, ef þess er óskað.
Bílastoð er einn af stofnendum FRM, Félag réttinga og málningarverkstæða, sem vinnur að bættum vinnubrögðum í greininni. FRM heldur úti gæðakerfi fyrir réttinga- og málingarverkstæði sem Frumherji tekur út og fylgir eftir vinnu og þjónustu verkstæða. Á síðasta ári tók Bílastoð upp þessa vottun og er nú vottað verkastæði af FRM gæðakerfinu. FRM er aðili að alþjóðasamtökum (AIRC ) réttina og málningarverkstæða sem rekur Eurogarant gæðakerfi í Evrópu og það er eina gæðakerfið sem bílaframeiðundur samþykkja. Bílastoð mun á næstu misserum uppfæra sína vottun í Eurogarant gæðakerfi.
Bílastoð er til húsa að Smiðjuvegi 38, rauð gata, Kópavogi. Símanúmer er 564 0606 og netfang bilastod@simnet.is.
Nánari upplýsingar er að finna um starfsemina á vefsíðunni bildastod.is.