fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Myndband: Áfengisneysla mikilvægari en líkamsrækt ef þú ætlar að verða eldri en 90 ára

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri langtímarannsókn er áfengi mikilvægara en líkamsrækt, það er að segja ef þú vilt lifa fram yfir nírætt.

Rannsóknina leiddi taugasérfræðingurinn Claudia Kawas við Kaliforníuháskóla og þáttakendur voru 1700 einstaklingar sem komnir voru á tíræðisaldurinn. Rannsóknin hófst árið 2003 og markmiðið var að kanna hvaða áhrif dagleg hegðun hefði á langlífi.

Rannsakendur fundu út að þeir einstaklingar sem drukku tvö glös af bjór eða víni á dag voru 18% líklegri til að lifa lengur en hinir sem ekki neyttu áfengis.

Hjá þeim þáttakendum sem æfðu 15-45 mínútur á dag voru líkurnar hins vegar 11%

„Ég kann enga skýringu á þessu, en ég trúi staðfastlega að dagleg drykkja í hófi stuðli að langlífi,“ segir Kawas á ráðstefnu American Association for the Advancement of Science annual conference sem haldin var í Austin Texas síðustu helgi.

Aðrir þættir hafa einnig áhrif á langlífi, þar á meðal þyngd. Þáttakendur sem voru aðeins í yfirþyngd, voru 3% líklegri til lifa lengur.

„Það er ekki slæmt að vera grannur þegar þú ert ungur, en það er slæmt að vera of grannur þegar þú ert gamall,“ segir Kawas.

Þeir sem stunduðu áhugamál tvo klukkutíma á dag áttu 21% meiri líkur á að lifa lengur en hinir, meðan þeir sem drukku tvo kaffibolla á dag áttu 10% meiri líkur.

Frekari rannsókna er hins vegar þörf á til að kanna hvort að venjur fólks bætti lífslíkur þeirra fram yfir genasamsetningu þeirra.

Myndbandið má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt