Bjarkarblóm
Verslunin Bjarkarblóm er staðsett við nýja innganginn í Smáralind og er í eigu Bergþóru Bjargar Karlsdóttur en hún rekur auk þess verslun með sama nafni í Þorlákshöfn. Hjá Bjarkarblómum er lögð mikil áhersla á framúrskarandi úrval af ferskum blómum auk fjölbreyttrar gjafavöru þar sem íslensk hönnun skipar stóran sess.
„Rómantíkin ræður ríkjum hjá okkur á konudaginn og hér er alltaf mikið að gera á þessum degi sem á sér svo ríka hefð á Íslandi,“ segir Bergþóra.
„Við höfum alltaf fjölbreyttara úrval af blómvöndum á konudaginn. Rósirnar eru langvinsælastar en við erum líka með mikið úrval af fallegum blómvöndum sem við gerum dagana á undan. Undirbúningur fyrir konudaginn er sannkölluð vertíð hjá okkur blómaskreytum.“
Það er áralöng hefð fyrir því hjá karlmönnum að færa sinni heittelskuðu blóm á konudaginn og að sögn Bergþóru er sá góði siður síst á undanhaldi heldur virðist hann fremur sækja í sig veðrið.
Verslanir Bjarkarblóma í Smáralind og Þorlákshöfn eru opnar frá kl. 8 til 18 á konudaginn. Það er um að gera að fullkomna konudaginn með því að koma við í Bjarkarblómum og velja litríkan og fallegan blómvönd handa ástinni sinni. Segðu það með blómum!
Sjá nánar á bjarkarblom.is.