fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Heilyndi.is: Gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef velt fyrir mér lífinu og tilverunni lengi og alveg frá barnsaldri var ég að nudda foreldra mína og þess háttar. Ungur varð ég slæmur í baki og ekki hjálpaði til að ég hóf snemma störf sem bifvélavirki og hef starfað lengi í því fagi. Ég man fyrst eftir verulegum verkjum 18 ára gamall. Ég prófaði margt en fékk aldrei bót meina minna nema bara tímabundið – allt þar til ég kynntist meðferðinni KCR (Kinetic Chain Release), sem er eins og rauður þráður í gegnum starf mitt núna. Skotinn Hugh Gilbert setti þetta saman og þetta er afrakstur af hans ævistarfi hingað til. Skurðlæknar í Skotlandi eru farnir að segja fólki að fara í KCR áður en það tekur ákvörðun um að fara í aðgerð.“

Þetta segir Skúli Sigurðsson, maðurinn á bak við meðferðarstöðina Heilyndi.is. Skúli býður upp á verkjameðferð, fyrirbyggjandi verkjameðferð og andlegt viðnám við streitu. „KCR er hannað til að koma líkamanum í jafnvægi og laga líkamsstöðuna. Meiðsli eða röng líkamsstaða til langs tíma skapar vana í því hvernig vöðvarnir halda líkamsstöðunni sem veldur því að háls, hryggur og mjaðmagrind fara úr jafnvægi. Ákveðin röð af teygjum og hreyfingum vinnur gegn þessu og stuðlar að því að líkaminn komist aftur í sitt náttúrulega jafnvægi.

CTR (Connective Tissue Release) er síðan framhald af KCR. „Þá erum við að fara dýpra inn í bandvefinn. Ef þú hefur lent í áfalli – það getur verið andlegt áfall eða slys – þá er bandvefurinn það fyrsta sem mætir á staðinn og læsir líkamanum. Það geta verið 20 ár síðan áfallið átti sér stað en bandvefurinn er ekki enn búinn að fatta að hættan er liðin hjá. Spennan viðhelst í líkamanum en við leysum úr flækjunni með einföldum hætti,“ segir Skúli.

Mynd: Einar Ragnar

Ekki hægt að aðskilja hið líkamlega og hið andlega

KCR og CTR eru líkamlegar meðferðir, nokkuð sem Skúli kallar því skemmtilega nafni „mannréttingar“. En oft verða líkamlegar og andlegar meinsemdir ekki aðskildar og Skúli býður líka upp á meðferðir þar sem unnið er gegn streitu með því að rjúfa viðgang vanahugsunar: „Því sem við getum lagað líkamlega getur hugurinn breytt á hálfri mínútu. Ef þú ferð í ræktina, búinn að vera stressaður allan daginn, nærð svo úr þér stressinu og allt í þessu fína lagi, þá færðu kannski óvænt símtal sem setur allt á hvolf og þú uppgötvar að þú ert orðinn alveg jafn stressaður og fyrir ræktina. Spennan orðin alveg jafn mikil í líkamanum. Það sem ég reyni að kenna fólki er hvernig við getum talað við líkamann, það er það sem ég kalla „friðarumleitanir“. Hitt, KCR og CTR, er það sem ég kalla mannréttingar, það er líkamlegi þátturinn. Hið verklega.

Allt sem fram fer í huganum reynir líkaminn að vera tilbúinn undir. Ef þú ert stressaður, reiður og hræddur, þá skynjar líkaminn bara að þú andar grunnt og mikið er um að vera, hann setur líkamann á viðbúnaðarstig. Bandvefurinn strekkist til að hækka blóðþrýstinginn. Ónæmiskerfið og þau kerfi sem viðhalda okkur, eru sett til hliðar á meðan við erum að undirbúa okkur fyrir hugsanlega baráttu. Viðbúnaðarstigið er auðvitað mishátt eftir aðstæðum en mörg okkar búum stöðugt á þessu viðbúnaðarstigi. Þess vegna verðum við útbrunnin og þreytt.“

Hægt að ná miklum árangri á stuttum tíma

„Til að ná góðum árangri þarf fólk ekki að koma mjög oft. Eftir því sem þú lærir betur á sjálfan þig og lærir að láta lífið ekki yfirtaka þig, því sjaldnar þarftu að koma. Ég leiði fólki fyrir sjónir að það er sinn eigin læknir,“ segir Skúli.
Hann nefnir til sögunnar tvær meðferðir í viðbót sem eru í boði hjá honum:

„Jóga þerapía – þú sest eða liggur en ég hreyfi útlimina, sveigi og teigi, þar vinnum við mjög djúpt. Allar tilfinningar eru í líkamanum, ef þú ert kvíðinn þá er tilfinningin einhvers staðar í líkamanum.

Jóga Nidra, djúpslökun, þar sem hægt er að beita ásetningi. Við förum með þér í bilið milli svefns og vöku en þar er hægt að breyta auðveldlega vana sem þú ert fastur í.“

Ljósmyndari á nuddbekkinn

Ljósmyndarinn Einar Ragnar Haraldsson, sem tekur myndirnar við þessa grein, lagðist á bekkinn hjá Skúla og lætur vel af. „Það vakti athygli mína að hann fer beint í meinið. Ég er slæmur í mjóbakinu eftir gömul meiðsli og hann fór beint á veika staðinn. Þetta var dálítið eins og vera bæði hjá sjúkraþjálfara og nuddara. Hann nuddar mann bara í gegnum fötin og mér fannst þetta mjög markvisst og leið vel á eftir,“ segir Einar.

Gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um

Á vefsíðunni heilyndi.is eru gagnlegar og skýrar upplýsingar um þjónustuna. Þar er líka hægt að bóka tíma og kaupa gjafabréf. Skúli telur þetta vera góða gjöf á konudaginn og við önnur tækifæri:

„Þetta er gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um – tækifærisgjöf sem endist lengi. Einn tími í KCR og nudd, tekur aðeins 80 mínútur, en áhrifin eru langvarandi. Ég fæ fólk sem hefur verið með verki í mörg ár, það kemur bara einu sinni og þarf ekki að koma aftur fyrr en eftir tvö ár. En nauðsynleg forsenda árangurs er að fólk sé móttækilegt og jákvætt gagnvart meðferðinni – vilji breytingu,“ segir Skúli að lokum.

Sjá umsagnir um starf Skúla á Facebook-síðunni www.facebook.com/heilyndi/.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“