fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Gefðu alveg Júník gjöf á konudaginn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konudagurinn er á sunnudaginn en við leggjum áherslu á að karlar komi hingað á laugardaginn og kaupi gjöf handa sinni heittelskuðu. Ég verð þá hérna sjálf í búðinni og ætla að aðstoða karlana við val á gjöfum. Síðan erum við að sjálfsögðu með gjafabréf og þau eru alltaf vinsæl,“ segir Sara Lind Pálsdóttir, öðru nafni Sara í Júník, en verslunin er staðsett á annarri hæð í Kringlunni og nýtur mikilla vinsælda.

Flestir hafa heyrt verslunina Júník nefnda á nafn og ég spyr Söru hvers vegna búðin sé svona þekkt og vinsæl?

„Það sem einkennir okkur er að við erum „unique“, við tökum inn lítið af hverri flík því fólk vill síður að margar flíkur séu eins. Þetta er líklega það sem fólki líkar best við Júník. Þegar þú kaupir þér eitthvað á Íslandi er voðalega leiðinlegt að sjá margar konur í alveg eins flík eða mæta konu á árshátíðinni í eins kjól og þú varst að kaupa þér. Við tökum yfirleitt bara inn 6 til 12 eintök af hverri flík, þegar um er að ræða kjóla og samfestinga. Það er öðruvísi þegar um er að ræða almennari klæðnað og eitthvað sem allir þurfa.“

Að sögn Söru er aldurshópur viðskiptavina Júník afar breiður, allt frá 12–14 ára unglingsstúlkum upp í jafnvel áttræðar konur. Stærsti aldurshópurinn er líklega 16–45 ára.

Vegan-pelsar í Júník njóta gífurlegra vinsælda. „Karlmenn hafa verið að kaupa þetta mikið í afmælisgjafir og aðrar tækifærisgjafir og þetta er kjörin gjöf á konudaginn. Þeir kosta 18.990 krónur og þar sem þetta eru vegan-pelsar þá er ekkert hárlos í þeim. Allar konur þurfa að eiga pels og þessi er kjörinn,“ segir Sara.

Hún segir að viðskiptavinir séu mjög spenntir yfir snappinu junikiceland þar sem sífellt eru kynntar nýjar og spennandi vörur. Nánari upplýsingar er líka á finna á vefsíðunni junik.is og á www.facebook.com/junik.like/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“