fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Staðir sem þú ættir að heimsækja áður en þeir verða of vinsælir

Tíblisi, Belgrad og Kólumbía eru staðir sem njóta vaxandi vinsælda

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benidorm, London, Kanaríeyjar og New York. Allt eru þetta vinsælir ferðamannastaðir og góðir og gildir sem slíkir. Sífellt fleiri fara í ferðalög út fyrir landsteinana; framboðið á flugi eykst ár frá ári, verðið lækkar og ferðamenn opna augun fyrir nýjum áfangastöðum.

Um allan heim eru til fallegir staðir sem líklega verða vinsælir meðal ferðamanna áður en langt um líður, en eru kannski enn tiltölulega lítt þekktir sem ferðamannastaðir. Þar af leiðandi er verð lægra og fjöldi ferðamanna hóflegur sem margir hljóta að sækjast eftir. Ferðavefurinn Thrillist tók saman nokkra þessara staða og óhætt að segja að þeir hafi upp á margt að bjóða.


Tíblisi, Georgíu

Tíblisi í Georgíu kemur væntanlega ekki fyrst upp í huga fólks þegar skoðaðar eru borgarferðir. Tíblisi er sögufræg borg í Austur-Evrópu og má segja að í gömlu borginni mætast asískur og evrópskur stíll. Rúm ein milljón íbúa býr í Tíblisi; verðlag er hagstætt, maturinn góður, þarna er nóg að skoða og veðrið yfir sumartímann er yfirleitt frábært. Ekki þykir verra að næturlífið í Tíblisi er fjörugt.

Hvernig kemst ég þangað? Ekki er flogið beint til Tíblisi frá Íslandi. Auðvelt er þó að verða sér út um tengiflug til borgarinnar, til dæmis í gegnum München.


Asóreyjar, Portúgal

Asóreyjar er einn afskekktasti eyjaklasi heims og tilvalinn fyrir þá sem vilja fá frið frá skarkala borgar- eða strandlífsins. Um er að ræða níu eyja klasa í miðju Norður-Atlantshafinu. Eyjarnar fundust árið 1427 og þykja afar fallegar og tilvaldar fyrir þá sem vilja vera úti í náttúrunni og upplifa eitthvað öðruvísi. Veður er með ágætum á þessum slóðum og er hitinn yfirleitt í kringum 20 gráður yfir sumartímann.

Hvernig kemst ég þangað? Það þarf að leggja á sig talsvert ferðalag til að komast til Asóreyja. Hægt er að fljúga til dæmis frá Frankfurt og Lissabon.


Kólumbía

Kólumbía er í hópi 30 fjölmennustu ríkja heims. Af kannski skiljanlegum ástæðum hefur ferðamannageirinn ekki beint blómstrað undanfarna áratugi en það kann að fara að breytast. Eftir ólgusöm ár virðist stöðugleiki vera að komast á í þessu fallega landi sem liggur að Kyrrahafinu og Karíbahafinu. Í Kólumbíu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi; fallegar strendur, fallegar borgir, menningarlíf, útivist og svo framvegis.

Hvernig kemst ég þangað? Líklega er best að fljúga í gegnum Bandaríkin þegar farið er til Kólumbíu. Hægt er að fljúga þaðan til borga eins og Bogota og Cartagena.


Þessalóníka, Grikklandi

Aþena, Krít og Santorini. Allt eru þetta vinsælir ferðamannastaðir í Grikklandi en öllu minna hefur farið fyrir Þessalóníku, einni stærstu borg Grikklands. Þessalóníka er hrein og falleg borg, stútfull af fallegum byggingum og fornum byggingarústum. Þó að Þessalóníka sé forn borg er hún í senn nútímaleg, enda eyðilagðist stór hluti hennar í bruna árið 1917. Um 70 þúsund manns misstu heimili sín og 9.500 hús gjöreyðilögðust. Þessalóníka er stundum sögð minna á Barcelona og heimamenn segja að maturinn sé hvergi betri. Þá er stutt í rólegar strendur sem er aldrei slæmur kostur.

Hvernig kemst ég þangað? Auðvelt er að komast til Þessalóníku frá fjölförnum flugvöllum í Evrópu, til dæmis München.


Belgrad, Serbíu

Á undanförnum árum hafa áfangastaðir í Austur-Evrópu notið sífellt meiri vinsælda. Hér er til dæmis um að ræða borgir á borð við Vilníus, Ríga, Gdansk og Katowice. Belgrad í Serbíu er borg sem nýtur vaxandi vinsælda enda hafa breytingar til hins betra orðið í Serbíu eftir fall Júgóslavíu og titringinn sem fylgdi í kjölfarið. Belgrad er falleg borg þar sem nóg er að skoða, verð er hagstætt, fjölbreyttar verslanir, þarna eru góðir veitingastaðir og djammið er líklega hvergi mikið betra.

Hvernig kemst ég þangað? Hægt er að fara til Belgrad frá mörgum evrópskum flugvöllum, til dæmis Amsterdam, Gautaborg, London, München og Frankfurt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni