Veitingastaðurinn Sumac, Laugavegi 28, heitir eftir djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Miðausturlöndum og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac er innblásin af seiðandi stemningu frá Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Marokkó. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru, matreitt undir áhrifum Miðausturlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddum.
Á barnum er Miðjarðarhafsstemning og í boði eru ferskir, fjölbreyttir og freistandi kokteilar. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon.
Sumac er kjörinn staður til að verja Valentínusarkvöldinu og fá Miðjarðarhafshita í sálina í vetrarkuldanum. Borðapantanir eru á heimasíðunni sumac.is og í síma 537 9900. Einnig er kjörið að gefa gjafakort frá Sumac á Valentínusardaginn en þau er hægt að kaupa á sumac.is eða á staðnum, að Laugavegi 28.