Austurstore.com er vefverslun sem þróaðist út frá rekstri líkamsræktarstöðvarinnar CF Austur á Egilsstöðum. Þar varð til lítil verslun sem fyrst og fremst var hugsuð til að þjóna gestum líkamsræktarstöðvarinnar með fæðubótarefnum, íþróttafatnaði og fleiru. Þessi starfsemi þróaðist síðan út í innflutning á vörumerkjum til sölu í heildsölu og síðar vefverslun:
„Þetta vatt upp á sig og stækkaði óvart miklu meira og miklu hraðar en við áttum von á. Við erum fjórir eigendur fyrirtækisins en af þeim erum við tvær sem vorum og erum að reyna að vera í fullu starfi við rekstur líkamsræktarstöðvarinnar, við búum á litlum stað með erfiðar samgöngur niður á firði og þar af leiðandi var erfitt að treysta einungis á líkamsræktarstöðina. Út frá því þróaðist þetta í það sem þetta er í dag,“ segir einn af eigendunum, Sonja Ólafsdóttir.
Vefverslunin er á slóðinni austurstore.com og flytur inn vandaðar vörur: „Við erum að flytja inn vörumerki sjálf og er aðaláherslan á það núna. Við reynum að vera með eitthvað alveg sérstakt og einstakt fyrir líkamsræktarfólk. Það nýjasta er BARA Sportswear frá Noregi en þar er um að ræða mjög vandaðan fatnað sem auk þess er þægilegur og endingargóður. Þá má nefna Icon Nutrition fæðubótarefni frá Bretlandi, sem eru sérlega góðar, öruggar og hreinar vörur sem hægt er að treysta. Sem dæmi framleiða þeir Battle Oats próteinstykkin sem hafa verið að slá í gegn, grunnurinn í þeim er hafrar eins og nafnið gefur til kynna, þau eru stútfull af næringu og eru í allt öðrum gæðaflokki en önnur sem finnast á markaðinum í dag. Þarna er metnaðurinn í fyrirrúmi og þeir eru stöðugt að bæta vörurnar sínar.“
Austurstore.com hefur stutt við bakið á ungum íþróttamönnum, bæði úr héraðinu og annars staðar frá á landinu, og veitt þeim bæði fæðubótarefni og fatnað: „Þetta er klárlega eitthvað sem við erum hvað stoltust af að geta gert og viljum halda áfram að gera, á heimasíðunni okkar má sjá þá íþróttamenn sem við styðjum,“ segir Sonja.
Austurstore.com sendir vörur hvert á land sem er og handan við hornið eru vörusendingar til útlanda líka, en þær verða komnar af stað á næstu dögum.
Núna nálgast Valentínusardagurinn og er kjörið fyrir pör sem æfa saman í ræktinni að gefa hvort öðru vandaðan og fallegan íþróttafatnað á degi elskenda. „Ég mæli þar sérstaklega með BARA merkinu. Þar er ekki síst kostur að buxurnar eru ekki gegnsæjar, nokkuð sem hefur verið vandamál í líkamsræktarfatnaði kvenna. Strákarnir geta þá óhræddir gefið elskunni sinni BARA buxur án þess að hún verði óþægilega mikið til sýnis í ræktinni,“ segir Sonja.
Hún bætir við að austurstore.com kappkosti að bjóða upp á vandaðar vörur á mjög sanngjörnu verði og hafi tekist að ná hagstæðum samningum við erlenda birgja. Margt spennandi er í bígerð og nokkur ný merki væntanleg á þessu ári.
Sjá nánar á austurstore.com eða á instagram @austurstore