fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Það er rómantískt að elda saman

Kynning

Salt Eldhús: Matreiðslunámskeið fyrir pör og alla aðra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salt Eldhús er kennslueldhús sælkerans þar sem fólk lærir að búa til dýrindis krásir og spennandi mat frá ýmsum heimshornum undir stjórn frábærra kennara við fullkomnar aðstæður. Í tilefni Valentínusardagsins gæti það verið virkilega fín hugmynd að gefa ástvini sínum gjafabréf í Salt Eldhús og þið færuð síðan tvö saman á námskeið.

Eigendur Salt Eldhús eru þau Sigríður Björk Bragadóttir, matreiðslumaður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans, en hún er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Sigurður Grendal Magnússon viðskiptafræðingur. Þau hafa rekið fyrirtækið í tvö ár en Salt Eldhús hefur verið starfandi í alls fimm ár. Auk þeirra starfar fjölmargt matreiðslufólk við skólann við kennslu.

„Við erum með glæsilegt húsnæði hér í Þórunnartúni, á efstu hæð, rosalega fallegt útsýni og framúrskarandi aðstöðu,“ segir Sigríður. Algengt er að fólk mæti í pörum, litlum hópum eða sem einstaklingar en námskeiðshópurinn hristist alltaf vel saman: „Þegar fólk er að elda saman þá verða öll samskipti afskaplega lipur, það kemur af sjálfu sér, þó að fólk þekki engan á námskeiðinu. Matur sameinar fólk.

Fólk mætir klukkan fimm og þá er farið dálítið yfir hvað á að gera og síðan byrjar fólk að elda. Hér er kokkur á staðnum sem hjálpar til við eldamennskuna, leiðbeinir og sýnir hvað á að gera. Þetta tekur svona tvo til tvo og hálfan tíma. Síðan er sest að snæðingi og því verður kvöldið að stefnumóti ef um par er að ræða, og að góðri skemmtun fyrir alla sem taka þátt.“

Alls konar spennandi þemu eru í boði í námskeiðavalinu og óhætt að segja að alþjóðlegur blær sé yfir því. „Meðal vinsælustu námskeiðanna, og þau sem hafa verið lengst, eru tvö námskeið í indverskri matargerð. Það er indversk stúlka sem kennir þau, hún starfar sem arkitekt en hefur brennandi áhuga á matargerð,“ segir Sigríður.

„Síðan eru alltaf einhverjar nýjungar. Núna er framundan Ramen-námskeið þar sem kennt er að elda núðlur frá grunni og gera ekta Ramen-súpu. Hingað kemur síðan bráðum írönsk stúlka til að kenna persneska matargerð og það kemur líka hingað Ítali til að kenna matargerð með trufflum. Svo er hér kennd frönsk matargerð og ýmislegt fleira,“ segir Sigríður.

Það er rómantískt að gefa elskunni sinni gjafabréf í Salt Eldhús og fara með henni eða honum á námskeið í Salt Eldhús. Þá er virkilega skemmtilegt kvöld framundan. Nánari upplýsingar og skráning eru vefsíðunni salteldhus.is eða í síma 551-0171. Salt Eldhús er til húsa að Þórunnartúni 2, Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni